Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Qupperneq 27
hér á þinginu um að Ameríka óttist frið, lendir
einnig á 50 milljónum verkamanna í Ameríku, sem
eru vændir um það að vilja heldur stríð en atvinnu-
leysi. Þessi fullyrðing er glæpur gegn hinum alþjóð-
lega sósíalisma.
Þannig fórust þessum unga, ágæta jafnaðarmanni orð.
Eg vil undirstrika þau. Ég' vil eindregið vara menn við
hinum hamslausa rógi kommúnista gegn Bandaríkja-
þjóðinni. Og ég vil einnig endurtaka það, að mikil nauð-
syn er að halda.vel, virðulega og skynsamlega á málum,
varðandi sambúðina við varnarherinn, gera þar einnig
kröfur til okkar sjálfra og láta ekki víl, vol og minni-
máttarkennd draga úr trú okkar og vissu um verndun
á íslenzku þjóðerni, né vissu okkar um fastheldni á
menningu hennar, þjóðarsóma og andlegum verðmæt-
um. Og ef við gerum það og látum ekki róg og ofstæki
blinda okkur, ætti sambúðin við varnarherinn að vera
okkur óskaðleg.
*
Þegar við komum saman á síðasta flokksþingi, hafði
núverandi ríkisstjórn setið rúmt hálft ár að völdum,
komið á gengislækkun og tekið upp þá íhaldssömu
stefnu, sem hún síðan hefir dyggilega fylgt. Flokks-
þingið ákvað þá einróma að beita sér gegn ríkisstjórn-
inni og berjast eftir mætti gegn óþurftarmálum hennar,
en flytja í stað þess þau umbótamál, sem eru í sam-
ræmi við dægurmálastefnu Alþýðuflokksins. Ég mun í
skýrslu minni til þingsins minnast nokkuð nánar á
þessi málefni. En ég sé þó ástæðu til þess að draga fram
nokkrar staðreyndir, sem vel lýsa því, hvaða ástand
hefir skapazt á tímum núverandi ríkisstjórnar, og
25