Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 31

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 31
kveðið sterkara að orði. En fólkið í landinu fór sínu fram ■«— og sigraði. En hér vil ég alveg sérstaklega minnast þess, að hinn nýkjörni forseti Islands, Asgeir Asgeirsson, hefir setið mörg undanfarin flokksþing, átt sæti í stjórn flokksins og verið fulltrúi hans á Alþingi, og allsstaðar og ávallt lagt gott og viturlegt til mála. Þegar hann nú að sjálf- sögðu, er ekki lengur neinum stjórnmálaflokki bundinn, heldur hafinn yfir alla flokka, er ástæða til að þakka honum ágætt samstarf. Og' það er ekki síður ástæða til þess að gleðjast yfir því, að íslenzka þjóðin hefir eignazt glæsilegan forseta, er vissulega mun vinna sitt mikils- verða starf með heill alþjóðar fyrir augum og verða þjóðinni til sæmdar og álitsauka. Það er sérstök ástæða fyrir okkur, sem lengi og vel höfum með Asgeiri As- geirssyni unnið, að votta honum þakkir og árna honum allra heilla. Alltaf þegar þing Alþýðuflokksins koma saman, er þörf á að minnast hins liðna, til þess að læra af því, en þó ekki síður að líta til framtíðarinnar, efla þrótt og áhuga og beina baráttunni af heilum og einlægum huga að þeim miklu verkefnum, sem fram undan eru. Það verður vafalaust sagt, eins og oftast áður, að störf stjórnar Alþýðuflokksins hefðu þurft að vera meiri, öflugri og markvissari en þau hafa verið á síð- asta kjörtímabili. Og þetta má með sanni segja. Eg veit það með vissu, að við hefðum þurft að vinna meira og betur á síðasta kjörtímabili. Hjá flestum er það ekki viljinn, sem skortir, en oft er við ramman reip að draga, og ýmis, oft slítandi dagleg störf eru kannske ekki öllum kunn og heldur ekki auglýsingarefni. Skýrsla gjaldkera og formanns blaðstjórnar, er flutt verður á þinginu, 29

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.