Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 33

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 33
sé við stefnu jafnaðarmannaflokkanna í nágrannalönd- unum. Það má um þá með sanni segja, að þeir segja mest af Olafi kóngi, er hvorki hafa heyrt hann né séð. En eitt er víst, að allir sannir sósíaldemokratar eiga heima í Alþýðuflokknum og hvergi annarsstaðar. Við vitum það öll, sem þennan flokk myndum, að það erum við, en ekki aðrir, sem fyrir utan hópinn standa, sem höfum unnið og munum áfram vinna, stig af stigi, með misjöfnum hraða og árangri, að framkvæmd jafn- aðarstefnunnar. Þegar við byrjum á þingstörfum að þessu sinni, þá skulum við hafa það efst og ókvikult í huga, að láta þetta þing verða upphaf að nýrri, djarfri, drengilegri og markvissri sókn fyrir stefnumálum flokksins. Fyrir dyrum standa alþingiskosningar. Þingið verður að vera byrjun baráttunnar. Hér þurfum við að skipuleggja sókn okkar, samhæfa kraftana og sjónarmiðin. Við þurfum að týgja okkur til orustunnar, brynja okkur gegn árásum, en hvessa þau drengilegu vopn, er ein hæfa góðum málstað. Og ef við stöndum öll saman, mun fylking okkar verða sigursæl. Með þeirri ósk og öruggri trú lýsi ég yfir, að tuttug- asta og þriðja þing Alþýðuflokksins er sett. 31

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.