Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Blaðsíða 34
Skýrsla
forseta Alþýðuflokksins, Stefáns Jóh. Stefánssonar.
Eins og á undanförnum flokksþingum þykir mér
hlíða að gefa skýrslu, sérstaklega varðandi stjórnmálin
á liðnu kjörtímabili og afstöðu og afskipti flokksins af
þeim. Verður þessi skýrsla hvergi nærri tæmandi,
heldur verður þar aðallega rætt um einstök mál, sem ég
tel mest einkennandi fyrir stjórnmálin og baráttu Al-
þýðuflokksins. Eg hefi einnig í þingsetningarræðu
minni drepið nokkuð á einstök atriði, og get því hér
farið um þau færri orðum. En það er fyrst og fremst
ætlunin með þessari skýrslu að varpa ljósi á nokkur
höfuðatriði, sem eru mest einkennandi og sýna, hvernig
miðstjórn og þingflokkur hefir brugðizt við málum. Er
það og einnig ætlunin að rifja upp og skýra nánar
stjórnmálaviðburðina, og gefa þá fullrúum kost á, ef
þeir vilja ræða nánar afstöðu þingmálanna og mið-
stjórnar til þessara mála, og leggja sinn dóm á, hversu
með hefir verið farið og við brugðizt. Af fortíð og
reynslu má alltaf læra og draga ályktanir varðandi bar-
áttuna í framtíðinni.
Þessi skýrsla mín snýst því eingöngu um stjórnmálin
og afstöðu flokksins til þeirra eins og hún hefir verið
mörkuð. En í framhaldi af henni mun ritarinn flytja
skýrslu flokksins og formaður blaðstjórnar mun svo
32