Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 45

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 45
þeirri hækkun, er átti sér stað hér á landi á tímum sam- stjórnarinnar með formann Alþýðuflokksns í forsæti. En ísland verður fyrst alvarlega viðskila við hin Norðurlöndin, þegar stjórnarhættirnir breyttust hér á landi. Á þeim tímum til þessa dags, hefir vísitalan í Danmörku hækkað um 28%, í Svíþjóð um 28,3% og í Noregi um 29%. Menn skulu bera þetta saman við 102% hækkun vísitölunnar á íslandi á þessum sama tíma. Sannast hér vel hið fornkveðna: Veldur hver á heldur. Sú geysilega aukning verðbólgunnar, sem átt hefir sér stað hér á landi, og fer langt fram úr því, sem þekkist í nágrannalöndunum, á að sjálfsögðu að veru- legu leyti rót sína að rekja til gengislækkunarinnar, en einnig stafar hún nokkuð af verðhækkunum á erlend- um markaði, sem sérstaklega áttu sér stað á tímabili, en það virðist nú aftur draga úr henni, þó lítið hafi þess gætt hér á landi. En skipulagslausir innflutnings- hættir, samfara afnámi verðlagseftirlitsins, sem leiddu til stórkostlegra verðhækkana eða jafnvel okurs, hafa þar vissulega miklu illu fil vegar komið. Og loks hefir mikil hækkun landbúnaðarafurða þar siglt í kjölfarið og valdið miklum vandkvæðum. En verst af öllu hafa þó staðið fyrirheit ríkisstjórnar- innar í sambandi við gengislækkunina og stefnu hennar yfirleitt, um það, að til kjaraskerðingar almennings ætti ekki að koma. í fyrsta lagi gefur framfærsluvísitalan nýja hvergi nærri rétta mynd um hina stórauknu dýr- tíð. í öðru lagi er kaupgjaldsvísitalan nú 10 stigum lægri og er greidd á kaup eftir á með þriggja mánaða fresti. En verst af öllu er þó hið almenna og alvarlega atvinnuleysi, sem fylgt hefir stjórnarstefnunni sem kol- svartur skuggi hennar. Þegar allt þetta kemur saman 43

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.