Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Síða 55
og síðast utan flokka. Það var vitað. að hann hafði þar
óvenju miklu persónufylgi að fagna. Hinsvegar hafði
Framsóknarflokkurinn alltaf talið, að hann ætti raun-
verulega þetta kjördæmi og lagði höfuðkapp á að leiða
það í ljós. Sjálfstæðisflokkurinn hugsaði sér nú einnig
til hreyfings og dubbaði þar upp ungan mann, er áður
hafði talið sig til Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn
fékk til framboðs mjög álitlegan mann, búinn góðum
kostum þingmannsefnis og vinsælan í byggðarlagi sínu.
Gerðu margir menn sér því þær vonir, að takast mætti
að halda þingsætinu fyrir flokkinn. En niðurstaðan
varð því miður á aðra lund. Frambjóðandi flokksins
barðist góðri og drengilegri baráttu, en við ofurefli var
að etja. Vald atvinnurekstrar og kaupsýslu fór með
sigur af hólmi. Gylliboð stjórnarvaldsins orkaði þar
einnig nokkru.
Frá kosningabaráttunni bárust fréttir, er vöktu nokkra
trú. á sigur Alþýðuflokksins í þessum kosningum í
Vestur-ísafjarðarsýslu, og urðu því vonbrigði margra
góðra flokksmanna veruleg, þegar niðurstaðan fréttist.
Fannst þeim nú horfa óvænlega um brautargengi
flokksins. En allar aðstæður munu ekki hafa verið
metnar rétt, og spurning gat einnig risið upp um það,
hvort landsflokkurinn hefði getað beitt meir áhrifum
sínum og aðstoð við þessar aukakosningar. En það hefir
löngum verið svo, og þótt bezt gefast, að baráttan stæði
í kjördæminu sjálfu og hún væri fyrst og fremst háð af
þeim mönnum, er þar áttust við, án þess að styrks væri
leitað utan frá.
En þegar vel er að gáð og um málið hugsað með ró
og þekkingu, var þess vart að vænta, að í fyrstu atlögu
yrði unnt að ná því sama marki, sem Asgeiri Ásgeirs-
53