Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Qupperneq 60
niðurstaða fékkst í því viðtali, en þó kom það þar í
ljós, að ýmsir áhrifaríkir framámenn í Framsókn væru
mjög andsæðir Asgeiri Asgeirssyni, þó að vitað væri, að
þar í flokki ætti hann einnig sterkan stuðning og einnig
ýmsa aðra, er gætu vel hugsað sér hann sem forseta-
efni. En sterk og uppivöðslusöm öfl í flokknum beittu
sér af mestu hörku gegn framboði Ásgeirs Ásgeirssonar.
Hreyfingin um Ásgeir Ásgeirsson innan allra flokka
óx þótt þess tæki að gæta, að ýmsir menn í báðum stjórn-
arflokkunum vildu ekki taka endanlega afstöðu en biðu
eftir ákvörðun flokksstjórnanna. Aðrir í þessum flokk-
um fóru sínu fram og sögðust ekki í þessu máli láta
flokksstjórnina segja sér fyrir verkum. Einstöku menn,
en tiltölulega fáir, glúpnuðu þó síðar undan ofurfargi
flokkanna.
Ráðherrarnir héldu áfram að ræða forsetaframboð
sín á milli, og þá sérstaklega formenn stjórnarflokkanna.
Fór svo að lokum, að þeir komu sér saman um Jón Ás-
björnsson, hæstaréttardómara, sem forsetaefni, en hann
neitaði með öllu að verða í kjöri.
En áfram hélt hin almenna og ákveðna hreyfing með
framboði Ásgeirs Ásgeirssonar, frá mönnum úr öllum
flokkum, og vildi hann þá ekki undan því skorast að
verða í kjöri. Var síðan haldinn fundur í miðstjórn
Alþýðuflokksins 5. maí 1952, og þar lýsti Ásgeir í upp-
hafi fundarins yfir því, að hann myndi verða í kjöri
eftir óskum fjölda manna úr öllum flokkum. Var þá
samþykkt í einu hljóði, með öllum samhljóða 24
atkvæðum . mættra miðstjórnarmanna, eftirfarandi
ályktun:
„Miðstjórn Alþýðuflokksins samþykkir að styðja
eindregið og ákveðið framboð Ásgeirs Ásgeirssonar
58