Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 65

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 65
legt, að þessar kosningar hafa valdið nokkru missætti innan sumra stjórnmálaflokka. Það er kunnugt, að ein- um manni var vikið úr kommúnistaflokknum fyrir þær sakir að hafa beitt sér gegn og andæft afstöðu forystu- mannanna sumra og aðalflokksblaðsins gegn Ásgeiri Ásgeirssyni. Meiri rígur og ósamlyndi mun og hafa risið upp þar í sveit út af forsetakcsningunum. En mest mun þó hafa gætt átaka og ósamlyndis í Sjálfstæðisflokknum út af þessu máli. Sumir fremstu forystumennirnir hafa ekki gleymt né fyrirgefið mörg- um þeim, er sérstaklega höfðu sig í frammi til stuðn- ings kosningu Ásgeirs Ásgeirssonar. Þar er ekki gróið um heilt, hvað sem úr kann að verða, þegar á reynir. Hver sem áhrif forsetakosninganna kunna að verða, þá er það víst og áreiðanlegt, að þær ollu verulegu um- róti og að vissu leyti nýjum straumhvörfum í stjórn- málalífinu. Margir úr þeirri stóru fylkingu, er stóðu að kosningu Ásgeirs Ásgeirssonar, hafa fundið, að þeir gætu átt samleið, ef mikið liggur við. Vera kann að leiðir sumra kynnu að geta legið eitthvað saman, til úrlausnar mikilsverðum málum. Framtíð og horfur. Hér á undan hefir verið litið nokkuð yfir farinn veg síðustu tveggja ára, en þó aðeins minnzt á nokkur höfuð- atriði, er varpa þó nokkru ljósi á veginn. Vona ég, að einnig sjáist af þessari skýrslu, að stjórn og þingmenn Alþýðuflokksins hafi leitazt við af fremsta megni og eftir því sem ástæður frekast leyfa, að framfylgja mark- aðri stefnu flokksins, og berjast fyrir henni á þeim vett- vöngum, sem fyrir hendi eru. Vænti ég þess, að það sé ljóst, að hin góðu málefni ílokksins hafi síður en svo 63

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.