Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 69

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 69
Ályktanir og samþykktir. Þingið samþykkti samhljóða eftirfarandi: Frumvarp að stjórnmálaályktun frá miðstjóm Al- þýðuflokksins, flutt af stjórnmálanefnd. Framsögu- maður: Gylfi Þ. Gíslason. Næsta sumar kjósa Islendingar til Alþingis. Alþýðu- flokkurinn vill nú þegar skýra þjóðinni frá því, fyrir hvaða málum hann mun berjast í þessum kosningum og hvaða stjórnarstefnu hann vill, að fylgt verði á næsta kjörtímabili. Aiþýðuflokkurinn hefur frá upphafi barizt fyrir því, að samtímis því sem ný og bætt tækni væri tekin í þjónustu atvinnulífsins væri þjóðfélagsháttum breytt þannig, að hagsæld almennings ykist sem mest. Islenzk alþýða á þessari baráttu Alþýðuflokksins margt að þakka. Fjölmargar þeirra umbóta, sem náð hafa fram að ganga síðast liðinn aldarfjórðung, voru í fyrstunni og lengi vel baráttumál Alþýðuflokksins eins. Ennþá ríkir mikill ójöfnuður og margskonar órétt- læti í þjóðfélaginu. Baráttunni fyrir heilbrigðari þjóð- félagsháttum verður því að halda áfram með öflugri einhuga sókn, þar til marki er náð. Undanfama tvo áratugi hefur Alþýðuflokkurinn átt fulltrúa í ýmsum ríkisstjórnum í því skyni að tryggja 67

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.