Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 77
ingar ættu að geta sameinast um baráttu fyrir henni
og framkvæmd hennar.
Alþýðuflokkurinn hefur komið fram ýmsum umbóta-
málum í samstarfi við aðra stjórnmálaflokka. Hann
telur alþýðuna við sjávarsíðuna, verkamenn, sjómenn,
iðnaðarmenn og' opinbera starfsmenn eiga samleið með
bændum í hinni almennu hagsmunabaráttu, ef rétt er
á haldið, og hefur samvinna við samtök þeirra á ýmsum
tímum orðið alþýðustéttunum heiiladrjúg.
í samræmi við sögu flokksins og fyrri baráttu lýsir
hann yfir því, að hann er reiðubúinn til þess að eiga
samstarf, og þá einnig um ríkisstjórn, við þau lýðræðis-
og umþótaöfl, — flokka, samtök og einstaklinga — er
vinna vilja af einlægni að þeim hagsmunamálum ís-
lenzkrar alþýðu, sem felast í framangreindri fram-
kvæmdaáætlun, og hefja vilja með Alþýðuflokknum
baráttu fyrir, framkvæmd hennar.
Kjörorðið sé:
Gegn afturhaldi og einræði!
Fyrir umbótum og lýðræði!
75