Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 79

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 79
leg'gja hann á til tekjuöflunar vegna menningar- og mannúðarstarfsemi. 3) Landsútsvör verði lögð á banka, sparisjóði, verzl- unarsambönd, ríkisstofnanir, olíufélög og önnur hlið- stæð fyrirtæki eftir því sem við á. Renni útsvör þessi í jöfnunarsjóð sveitarfélaga og verði úthlutað til kaupstaða og sveitarfélaga eftir íbúafjölda þeirra, þó þannig að ekkert bæjar- eða sveitarfélag fái meiri greiðslu en sem nemur vissum hundraðs- hluta af álögðum útsvörum næsta ár á undan og með hliðsjón af sama eða hliðstæðum útsvarsstiga. 3) Veitingaskattur verði afnuminn. B. Sjúkrahús. Lögregla. Ný iðnaðarhverfi, þar sem atvinnuskilyrði hafa hrugðizt, og útgerð. Með því að sýnt er að bæjarfélögum er það með öllu ofvaxið að standa undir rekstri sjúkrahúsa í landinu og landsmenn eiga og þurfa jafnan rétt til sjúkrahús- vistar, samþykkir 23. þing Alþýðuflokksins að gjöra þá kröfu til Alþingis, að ríkið taki að sér rekstur allra sjúkrahúsa, sem eru á vegum bæjarfélaga. 23. þing Alþýðuflokksins telur það eðlilegt og sjálf- sagt, að ríkissjóður greiði allan kostnað, sem leiðir af löggæzlu í kaupstöðum landsins. 23. þing Alþýðuflokksins telur brýna nauðsyn bera til að komið verði á fót nýjum iðnfyrirtækjum, og iðn- aður efldur í þeim bæjum, þar sem atvinnuskilyrði hafa brugðizt og atvinnuþörfin er mest. Bæjarútgerð togara verði aukin og aðstaða hennar bætt í hvívetna. 77

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.