Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 80

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 80
C. Húsnæðismál. 1) Byggingarsjóður verkamanna verði efldur með ríf- legum fjárframlögum, og lán veitt með lágum vöxtum. 2) Byggingarsamvinnufélög verði efld. 3) Lánasjóði smáíbúða verði séð fyrir nægilegu fé til útlána, og útlánin miðuð við það, að eigendur smá- íbúða, er ráðast í byggingu yfir sig og sína, eigi þess kost að fá eigi minna en 40% af byggingarkostnaði gegn öðrum veðrétti í íbúðunum. 4) Bæjar- og sveitarstjórnir beiti sér fyrir stofnun byggingarfélaga einstaklinga með þátttöku sveitar- félags, með það fyrir augum að koma upp heilsu- samlegum, hentugum fjölbýlishúsum til sölu og leigu. Verði slík byggingarfélög við það miðuð að útrýma heilsuspillandi húsnæði, og sé aðstoð við þessa byggingarstarfsemi. veitt með lögum á sama hátt og þótt sveitarfélög ein stæðu að þeirri starf- semi eins og ráðgert er í núgildandi lögum þar um. Lánastofnunum, ríki og sveitarfélögum verði í réttu hlutfalli, gert að skyldu að leggja fram til ofan- greindra byggingaframkvæmda nægilega mikið fjár- magn að tiltölu við aðrar nauðsynlegar framkvæmdir. 78

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.