Úrval - 01.03.1964, Síða 19
BJARGIÐ SYNI MINUM
9
allt án árangurs.
I átta ár hafði Jim verið að
að smá veslast upp á því sultar-
fæði, sem þá var einasta ráðið
til að lengja líf fórnardýra syk-
ursýkinnar. En með þessu hafði
hann líka sett met í langlifi
ungra sykurssýkissjúklinga, því
að flestir þeirra lifðu ekki lengur
en 1 til 2 ár eftir byrjun sjúk-
dómsins.
Um 14 ára aldur hafði Jim
Havens langað ákaft til að verða
listamaður, og var_ talinn hafa
hæfileika. Nú hafði hann engan
áhuga á list — og yfirleitt á
engu. Hann var svo máttfarinn
að hann gat ekki einu sinni
haldið á bók, og lá þarna að-
eins á legubekknum í setustof-
unni og veslaðist upp hægt og
hægt. Fjölskyldan, sem tók þessu
með harmþrunginni stillingu
skiptist á að reyna að milda
þrautir hans, sem deyjandi taug-
arnar í handleggjum og fótum
ollu honum. „Öll töldu þau víst,
að þessu yrði senn lokið — nema
faðir hans. Havens eldri var van-
ur að taka þannig á erfiðlcik-
um, að þeir væru til þess að sigr-
ast á, en ekki til þess að taka
þeim möglunarlaust. Varla leið
svo dagur, að hann færði ekki
i tal við vini og kunningja spurn-
inguna um sykursýki, i þeirri
von, að hann frétti eitthvað nýtt.
Svo var það einn dag, þegar
Jim virtist eiga mjög skammt eft-
ir, að forstjóri Kodakverzlunar-
innar i Toronto, skozkur maður
að nafni George Snowball, kom
í skrifstofuna til Havens. Af
gömlum vana spurði Havens
hann, hvort hann vissi um nokk-
urn i Kanada, sem væri að gera
tilraunir með lyf gegn sykur-
sýki.
Ekki vissi Snowball það. Hann
vissi naumast hvað sykursýki
var. „En ég skal spyrja mann,
sem leikur golf með mér,“ sagði
hann. „Hann kennir við lækna-
deildina. Það gæti verið að hann
vissi eitthvað.“
Þessi félagi Snowballs var eng-
inn annar en dr. John J. R.
Mackleod, forseti lífeðlisfræði-
deildarinnar við háskólann í
Toronto. Næst þegar þeir hitt-
ust, mælti Snowball: „Heyrðu
John, mundi vera nokkur i þín-
um hópi, sem er að fást við
sykursýki?“
„Við höfum verið að fást við
hana árum saman, svaraði Mac-
leod. „En við erum enn ekki
komnir svo langt, að við getum
orðið neinum til hjálpar.
En George Snowball var fylg-
inn sér. Með hugrekki vanþekk-
ingarinnar gerði hann sér ferð
til háskólans og tók að bera
fram spurningar. Að lokum
komst liann að því, að Freder-
ick G. Banting og aðstoðarm,að-