Úrval - 01.03.1964, Síða 20
10
ÚRVAL
ur hans, Charles H. Best, sem
fengust við rannsóknir í deild
dr. Macleods, hefðu framleitt
efni, sem góðar vonir væru
bundnar við að hægt væri að
lækna með sykursýki. Þetta efni
var seyði af bristkirtlum úr
hundum, sem þeir höfðu nefnt
„insulin.“
Snowball náði tali af dr.
Banting og spurði hann af
miklum ákafa, hvort hugsanlegt
væri að reyna það við son vin-
ar sins í Bandaríkjunum, sem
lægi fyrir dauðanum. En Bant-
ing vildi engu lofa. Hann viður-
kenndi, að nokkrir skammtar
hefðu verið gefnir mönnum til
reynslu og árangurinn hefði
bent til þess, að þeir væru á
réttri leið. En þegar um nýja
meðferð væri að ræða, yrðu
menn að vera mjög varkárir.
Samt sem áður hringdi Snow-
ball til Havens og sagði honum
tiðindin. Og Havens þaut í
skyndi til dr. Williams og
spurði: „Hafið þér heyrt um
rannsóknir Bantings og Bests í
Toronto?“
Jú, læknirinn hafði heyrt um
erindi, sem dr. Macleod hafði
flutt við Yaleháskólann 1921,
um sykursýki.
„Hvers vegna hafið þér ekki
sagt mér frá þessu?“
„Ég vildi ekki valda yður
vonbrigðum,“ svaraði Williams.
„Hvar stæði ég, ef ég ætti að
reyna til þrautar allar hugsan-
legar uppfinningar áður en þær
hafa verið kannaðar til fulls?“
Það er til eitthvað, sem er
nefnt „insulin,“ sagði Havens
hvasst. „Ef lil vill gæti það
bjargað Jim. Náið í það!“
Næsta kvöld kom Williams
að líta á Jim. Hann hafði hraðað
sér til Toronto, og tekizt að
lokka ofurlítið af þessu dýr-
mæta seyði frá þeim Banting
og Best. Hann var ekki sérlega
hrifinn af þessu, og hæverskleg
meðmæli ungu tilraunamann-
anna með því, orkuðu litlu hon-
um til hughreystingar. Fjöl-
skyldan beið þögul á meðan
læknirinn fletti upp erminni á
handlegg Jims, þar sem hann
ætlaði að gera innspýtinguna.
Næsta morgun gaf Williams hon-
um aðra smá innspýtingu. Svo
gerði hann sykurpróf. Sykurinn
hafði ekkert minnkað.
Þegar Snowball leit inn til
James Havens i næstu viku,
brá honum i brún, er hann
heyrði vin sinn segja: „Ég er
hræddur um, að þessu sé lokið.“
„En þesir menn hafa bjargað
mannslífum,“ sagði Snowball.
Skyndilega spratt Havens á
fætur. „George!“ hrópaði hann.
„Láttu annan unga manninn
kama hingað!“
Þegar Snowball kom til Tor-