Úrval - 01.03.1964, Page 35

Úrval - 01.03.1964, Page 35
KEfíLINGADÆKUR 25 sjúklingar eftir uppskurði. Þótt hvíldin styttist þannig til muna, virtist það ekki skaða sjúkling- ana. Þetta virtist meira að segja draga talsvert úr hættu á blóð- teppu. Aðrar tilraunir fylgdu í kjölfar þessara. í dag telja lækn- ar, að mun ráðlegra sé að hefja æfingar sem fyrst fyrir lömun- arveikissjúklinga og þá, sem hafa fengið heilablóðfall. Sjúkl- ingar, sem haldnir eru gigt, lifrarbólgu og berklum, eru nú látnir hreyfa sig mun meira en áður. Jafnvel sjúklingar, sem fengið hafa hjartaslag, eru oft látnir setjast upp og hreyfa sig nokkrum vikum eftir áfallið. Um sjúkdóma, sem herja á öndunarfærin, eru til alls kyns kerlingabækur, sem fæstar eiga við nokkur rök að styðjast. Það er til dæmis trú manna, að hægt sé að stá á hita og draga úr sjúkdómum með því að dreltka einhver ósköp. Vissulega geta margs konar vökvar oft komið að góðu gagni, svo sem er bæta þarf upp næringarskort, en sannleikurinn er sá, að enn inn- byrða kvefsjúklingar einhver býsn af vatni, ávaxtasafa eða súpu til þess að berjast gegn kvefi, en öll þessi fyrirhöfn er satt að segja ekki til neins ann- ars en að láta sjúklinginn og þá, sem stjana í kringum hann, hafa eitthvað fyrir stafni. „Það á að næra kvef en svelta hita“ segir ein kerlingabókin. Þar sem fólk með kvef hefur yfirleitt litla matarlyst, getur of mikið át haft slæmar verkanir á mag'avökvana. Og' enn verra er þó að svelta hitasjúklinga. Þar sem sjúklingur með mikinn hita notar fleiri hitaeiningar en maður með eðlilegan líkams- hita, þarf hann einmitt að nær- ast vel til þess að halda við hitaeiningafjöldanum. Ein vinsælasta kerlingabókin er sú, að menn fái kvef af þvi að ofkælast eða hlotna i fæturna. Talið er þá, að menn fái kvefið um einni eða tveimur klukku- stundum eftir ofkælinguna. Sannleikurinn er sá, að kvefið er að „gerjast“ í manni i einn til tvo sólarhringa. Gerðar hafa verið alls kyns rannsóknir á þessum kerlingabókum, og hafa þær rannsóknir leitt i ljós, að oftast er allsendis ómögulegt að iáta fólk kvefast með ofkælingu einni saman. Enskir sjálfboða- liðar voru látnir í heitt bað og siðan látnir standa í hálftíma í blautum sundskýlum úti á gangi, þar sem var kaldur drag- súgur, og í þokkabót voru þeir í blautum sokkum. Enn aðrir voru sendir út í ískalda rign- ingu og síðan „heim“ í óupp- hituð húsakynni. Enginn þeirra fékk kvef. Þessum sjálfboðalið-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.