Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 35
KEfíLINGADÆKUR
25
sjúklingar eftir uppskurði. Þótt
hvíldin styttist þannig til muna,
virtist það ekki skaða sjúkling-
ana. Þetta virtist meira að segja
draga talsvert úr hættu á blóð-
teppu. Aðrar tilraunir fylgdu í
kjölfar þessara. í dag telja lækn-
ar, að mun ráðlegra sé að hefja
æfingar sem fyrst fyrir lömun-
arveikissjúklinga og þá, sem
hafa fengið heilablóðfall. Sjúkl-
ingar, sem haldnir eru gigt,
lifrarbólgu og berklum, eru nú
látnir hreyfa sig mun meira en
áður. Jafnvel sjúklingar, sem
fengið hafa hjartaslag, eru oft
látnir setjast upp og hreyfa sig
nokkrum vikum eftir áfallið.
Um sjúkdóma, sem herja á
öndunarfærin, eru til alls kyns
kerlingabækur, sem fæstar eiga
við nokkur rök að styðjast. Það
er til dæmis trú manna, að hægt
sé að stá á hita og draga úr
sjúkdómum með því að dreltka
einhver ósköp. Vissulega geta
margs konar vökvar oft komið
að góðu gagni, svo sem er bæta
þarf upp næringarskort, en
sannleikurinn er sá, að enn inn-
byrða kvefsjúklingar einhver
býsn af vatni, ávaxtasafa eða
súpu til þess að berjast gegn
kvefi, en öll þessi fyrirhöfn er
satt að segja ekki til neins ann-
ars en að láta sjúklinginn og
þá, sem stjana í kringum hann,
hafa eitthvað fyrir stafni.
„Það á að næra kvef en svelta
hita“ segir ein kerlingabókin.
Þar sem fólk með kvef hefur
yfirleitt litla matarlyst, getur of
mikið át haft slæmar verkanir
á mag'avökvana. Og' enn verra
er þó að svelta hitasjúklinga.
Þar sem sjúklingur með mikinn
hita notar fleiri hitaeiningar en
maður með eðlilegan líkams-
hita, þarf hann einmitt að nær-
ast vel til þess að halda við
hitaeiningafjöldanum.
Ein vinsælasta kerlingabókin
er sú, að menn fái kvef af þvi
að ofkælast eða hlotna i fæturna.
Talið er þá, að menn fái kvefið
um einni eða tveimur klukku-
stundum eftir ofkælinguna.
Sannleikurinn er sá, að kvefið
er að „gerjast“ í manni i einn
til tvo sólarhringa. Gerðar hafa
verið alls kyns rannsóknir á
þessum kerlingabókum, og hafa
þær rannsóknir leitt i ljós, að
oftast er allsendis ómögulegt að
iáta fólk kvefast með ofkælingu
einni saman. Enskir sjálfboða-
liðar voru látnir í heitt bað og
siðan látnir standa í hálftíma
í blautum sundskýlum úti á
gangi, þar sem var kaldur drag-
súgur, og í þokkabót voru þeir
í blautum sokkum. Enn aðrir
voru sendir út í ískalda rign-
ingu og síðan „heim“ í óupp-
hituð húsakynni. Enginn þeirra
fékk kvef. Þessum sjálfboðalið-