Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 39
SINUBRUNAR
29
elda í þessum landshlutum. Um
sinubruna á Vestí'jörðum og
Austurlandi er mér ekki kunn-
ugt, en víst er um það, að um
20. mai var sina allvíða brennd
í Svarfaðardal, Hörgárdal og
Öxnadal — og í mörgum sveit-
um Skagafjarðar, sömuleiðis var
brennd sina í maí i einni sveit
við Breiðafjörð.
Dalir í Eyjafirði vestanverð-
um og i Skagafirði voru í 4—5
daga svo fullir af sinureyk, að
ýmsum af almenningi blöskraði,
hve mjög A'ar farið eldi um land-
ið, eftir að eggjatíð var byrjuð,
og sneru menn sér til sýslu-
manna og spurðust fyrir um,
hvort þetta væri ekki brot á
landslögum, en eins og séð verð-
ur af því, sem sagt er iiér á
undan, urðu sýslumenn að svara,
að svo vseri ekki, — við annað
væri ekki að styðjast um tak-
markanir sinubruna en áskor-
anir félagssamtaka bænda og
Sambands dýraverndunarfélaga
íslands. Er mér kunnugt um,
að mörgum sárnaði, að ekki
skyldi vera unnt að sækja skað-
valdana til saka og koma í
veg fyrir frekari íkveikjur.
Þvi miður skortir fé til flestra
dýrafræðilegra athugana hér á
landi, en sannanir eru þó fyrir
mörgum dæmum þess, að fuglar
og egg þeirra hafa farizt í sinu-
eldi og svælu frá sinubruna, og
hefur þeirra oft verið getið í
Dýraverndaranum. Víst er, að
fjöldi fugla hefur brunnið lif-
andi og margir kafnað í eld-
unum á Norðurlandi í vor •—
og auðvitað hafa tortímzt þús-
undir eggja. Var þó ekki bætandi
á þá rýrnun, sem varpfugla-
stofninn islenzki varð fyrir salc-
ir vetrarsetu sinnar síðast lið-
inn vetur í snjó og gaddi á meg-
inlandi Evrópu. Margir fuglavin-
ir víðs vegar um land allt hafa
talið sig sjá það greinilega í
vor og sumar, hve veturinn hef-
ur fækkað mófuglunum íslenzku,
og sumir fullyrða, að páska-
bylurinn hér heima hafi fæklcað
sumum fuglum, sem komnir voru
— til dæmis þröstum. Gegn þvi
tjóni, sein vetrarharðindi valda,
verður lítið gert — og ekkert,
ef harðindi ríkja erlendis. Aftur
á móti er það hörmulegra en
orð ná yfir, að fuglum sé tekið
þannig í varplöndum þeirra
hér, að þeir séu brenndir á báli
eða svældir til bana og eggjum
þeirra þá um leið tortímt i eldi!
Hér hefur verið sagt frá því,
að brennd hafi verið sina í
sveit einni við Breiðafjörð í
vor sem leið. Þar var vitanlega
hin mesta reykjarsvæla. í þess
ari sveit verpti örn og átti tvö
eg'g í hreiðri sínu. Þess var vel
gætt, að ekki væri farið að
hreiðrinu og það rænt. En sinu-