Úrval - 01.03.1964, Síða 79
FEfíÐ NIÐUfí fílSAFLJÓTIÐ MISSISSIPPI
69
urinn dró hvorki meira né
minna en 29 pramma. Viö lið-
um hægt niður ána, stöku sinn-
um mátti grilla í reykháfa og
hvít reykský, sem stigu upp frá
baðmullarekrunum á árbökkun-
um. Við fórum fram hjá Joa-
chim Bluff, sem Marlow, stýri-
maðurinn, sagði mér, að væri
borið fram Skúasjem Blöff.
Hann sagði, að venjulega tæki
ferðin til Cairo 10 til 12 tíma,
en þar sem svo lítið væri í ánni,
myndi ferðin nú taka 24 tíma.
„Fannstu hnykkinn áðan?“
spurði hann. „Hann tók niðri.
Ef við færum hraðar, myndi
hann grafa sig i botninn." Ég
imyndaði mér, að við værum að
grafa skurð í botninn, og Mar-
low sagði, að það væri ekki fjarri
lagi. Og nú vorum við farnir að
skeggræða um fljótið, og við
joögnuðum naumast fyrr en fimm
dögum síðar. Marlow byrjaði á
að segja sögu um konu sunnan
við Cairo, sem kom niður á
fljótsbakkann allsnakin og stóð
þar, þegar dráttarbátarnir fóru
fram hjá og veifaði til áhafnar-
innar. Dag einn var hún farin.
„Hún var eitthvað undarleg,“
sagði Marlow. „Sennilega hafa
þeir stungið henni inn.“
Kvöldmaturinn þetta kvöld
var líka eitthvað undarlegur:
hrærð egg, steiktar rækjur, soðn-
ar rækjur, steik, ostur. sætt íste
og kaffi með kaffibæti. Eftir
matinn settist ég aftur á og
horfði á leðjublandið vatnið,
sem skrúfan ýfði upp í kjölfar-
inu. Sólin var að hníga til við-
ar, himininn i austri var blár
með blágrárri slikju á stöku stað,
og í suðri sást grilla i togbát-
ana, sem liðu fram hjá okkur,
hlaðnir mörgum smálestum af
gæðakolum, sem yrðu síðan
geymd, þar til vetrarhörkurnar
herjuðu á Minnesotafylki.
Áin rennur nú fram hjá Gir-
ardeu-höfða, fram hjá Thebes
og Cairo. Nú rennur Ohio-fljót
i Mississippi. Vatnsmagn Ohio-
fljóts er jafnvel meira en vatns-
magn Missouri-fljóts eða ofan-
verðs Mississippi-fljóts. Nú er
Mississippi-fljót ekki lengur
bljúgt og kvenlegt, heldur mátt-
ugt og karlmannlegt. Til þessa
hefur fljótið runnið í nokkuð
þröngum farvegi; nú breiðir það
úr sér, og stundum finnst manni
maður horfa upp á fljótið frá
bökkum þess.
Eftir að Ohio-fljót hefur bætzt
við, rennur fljótið áfram gegnum
Ballard-hérað og Straight Lake
í Kentucky-fylki, niður með
Beckwick Bend og fram hjá
New Madrid, þar sem það er
svo breitt, að þegar mikið er í
því, má sjá báta siglá yfir land-
inu úti við sjóndeildarhringinn.
Þetta er eitt hlykkjóttasta fljót