Úrval - 01.03.1964, Síða 91
FRÁ NORÐURHJARA
Látra kleifar ljótar
lítast mér nær hvítar,
fullar fönn að innan
og frosti, er eyðir kosti.
Svellur Eilífsá illa,
olla skaflar óhollir.
Kvöl er að Kartmannsgiljum,
kórónað hefur þau snjórinn.
Norðan við Eilífsdal tekur við
gróið undirlendi með sjónum.
Fjöllin eru þar lægri og bratta-
minni en sunnar um ströndina,
grónar hlíðar og sums staðar
skógi vaxnar. Þetta undirlendi
nær með sjó norður að Fossár-
dal, vænum og vel grónum. Allt
þetta gróðurlendi á strandslétt-
unni og i báðum fjalldölunum
var heimaland Látra, svipmilt,
vítt og frítt, eins og kóngsríki
út af fyrir sig, afskorið með
háfjöllum og klettum með sjó,
sjálfstætt og kostaríkt til lands
og sjávar. Auk þess eiga Látrar
alla urðarhlíðina út að Gjögra-
tá. Þriggja stunda gangur var
um allar fjörur jarðarinnar, og
alls staðar mikil rekavon hvals
og viða.
Hér var gott undir landbú og
útræði hið bezta fyrr og síðar.
Svo segir jarðabókin frá 1712,
að frá Látrum „hafi gengið mörg
skip“. Sker eru fyrir landi, þar
voru sellátrin, sem jörðin bar
nafn af, en áður var altítt orð-
takið: „Allt er safi hjá selveiði.“
Ljóst er það, að hér gat verið
stórbýli, en mikinn mannstyrk
þurfti jörðin til að vera full-
nýtt. Bærinn stóð við sjóinn,
nálægt miðju láglendinu, í vari
fyrir snjóflóðum. Skammt það-
an var ágæt lending, hyldjúpir
vogar gengu inn á milli kletta-
bríka, og gátu þilskip lagzt þar
að landi, og gott var þar til
setningar.
Fyrir 1700 hafa heimildir mín-
ar eigi annað af Látrum að segja
en að þaðan „gengu mörg skip“.
En á 18. öld varpar förukonan
Látra-Björg frægð yfir jörðina.
Látra-Björg var af ættum fyrir-
manna. Langfeðgar voru sýslu-
menn, prestar og prófastar og
var hún fjórði maður frá Hrólfi
Bjarnarsyni sterka. Faðir Bjarg-
ar var Einar Sæmundsson „stúd-
ent“, maður stórgáfaður og skáld
gott. Hann sigldi til Hafnarhá-
skóla og lenti þar i óreglu.1)
Kunnastur var hann fyrir skáld-
skap sinn, sem var óheflaður
og níðskár sem dóttur hans.
Einar stúdent ól mestan aldur
sinn í útsveitum beggja vegna
Eyjafjarðar. Nafn hans finnst
víða í skjölum, og víst er, að
H Hvorki Islenzkar æviskrár né
Isl. Hafnarstúdentar geta umi há-
skólavist Einars, og meira að segja
dregið í efa að hann hafi orðið
stúdent.