Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 92
82
oft leituðu valdamenn aðstoðar
hans vegna lærdóms hans og
vitsmuna, en aldrei hafði hann
embætti. Munu mestu valdið hafa
óvinsældir, er hann aflaSi sér
meS IjóSum sínum, hárbeittum
og herskáum. Vel máttu þau
feðginin, Einar og Björg, heita
skáld útnesjanna. LjóSagerS
þeirra var hörð og hömrótt,
kliðþung sem brimið við Hvann-
dalabjarg og Gjögurtá. Einar
stúdent bjó á Látrum 1722—
1725, en Björg dóttir hans var
fædd i Stærra-Árskógi 1716.
Af einhverjum ástæðum varð
Björg eftir á Látrum 9 ára göm-
ul, þegar faðir hennar flytur
aftur vestur yfir fjörðinn. Hjá
vandalausu fólki dvelst hún síð-
an á Látrum og telur sér þar
jafnan heimili. Hún elst þar upp
og verður karlgild að burðum.
Ekki mun hún verið hafa aldæla
að skapsmunum, og fljótlega ger-
izt liún „sjálfrar sín“, verður
húskona, á sínar skepnur og sína
matseld, rær á sjó með húskörl-
um og tekur hlut sinn. Margar
visur Bjargar lýsa sjónum og
sjóferðum og eru stundum, bæði
að efni og bragarhætti, sem
brimhljóð við kletta:
„Grenjar hvala-grundin blá
geðs af kala stórum.
Björg við gala og brotna þá
bylgjur Valaketti á,“
ÚRVAL
Harðara er brimhljóðið i þess-
ari vísu:
Orgar brim á björgum,
bresta ölduhestar.
Stapar standa tæpir,
steinar undan kveina.
Þoka úr þessu rýkur,
þjóð ei spáir góðu.
Halda sumir höldar,
hríð á eftir riði.
En Björg gat líka verið gam-
ansöm á sjónum. Við einn háset-
ann kvað hún:
RóSu betur, kær minn kall,
kennd’ ekki’ i brjóst um sjóinn!
Harðara taktu herðafall,
hann er á morgun gróinn.
ASalbóndinn á Látrum all-
lengi um þarvistardaga Bjargar
var Jón nokkur Einarsson, og
hét Randalín húsfreyja hans.
Margt kveður Björg um þessi
hjón og sjaldan í blíðum tón:
Haukafell1) með heiftar-smell
hrista mellan kunnl.
Jón fékk skell og hljóðin hvell
af herjans kerlingunni.
Margt bendir til, að heimilis-
líf hafi eigi verið glatt á Látrum.
Má vel vera, að Björgu hafi þótt
O Haukafejl = hönd.