Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 102
92
ÚRVAL
Djúpavogi 4. júlí árið 1900. For-
eldrar hans voru Ólafur læknir
Thorlacius og kona hans Ragn-
hildur Pétursdóttir Eggerz.
Stúdentspróf frá Menntaskólan-
um i Reykjavík tók Sigurður
1922, en próf í forspjallavísind-
um frá Háskóla íslands 1924 og
sama ár tók hann kennarapróf.
Seinna stundaði hann nám i
uppeldisfræði og sálarfræði við
Rousseaustofnunina í Genf og
tók próf þaðan. Hann var þvi
hvað menntun snerti ágætlega
undir skólastjórastaf sitt búinn.
Hitt átti eftir að sannast, að
sem skólastjóri var hann réttur
maður á réttum stað. Má þó
ef til vill segja, að allra fyrstu
starfsár hans við Austurbæjar-
skólann væru honum nokkuð
erfið ár. í fyrsta lagi gekk hann
þá ekki heill til skógar, hvað
heilsu snerti. í öðru lagi var
stöðuveitingin umdeild, þegar
hann hlaut hana, og stærsta dag-
blað landsins var honum lengi
fjandsamlegt af þeim sökum.
í þriðja lagi barðist hann fljótt
fyrir ýmsum nýjungum i skóla-
starfinu, og mættu þær i fyrstu
litlum skilningi margra. Heppni
hans var sú, að nokkrir ungir
menn í kennaraliði skóíans tóku
nýjungum hans með fögnuði,
stóðu vörð um þær og höfund
þeirra utan skóla og innan.
Sigurður Thorlacius kcm með
hressandi andblæ nýs skilnings,
nýs frjálslyndis, nýrrar afstöðu
til barnsins inn í skóia sinn.
Hann var í þvi efni brautryðj-
andi, ög þær nýjungar, sem
hann barðist fyrir og innleiddi
við harða mótstöðu, hafa nú
fyrir löngu sigrað og eru meira
og minna ríkjandi i öllum barna-
skólum. Svo sjálfságðar þykja
þær, að ekki er ætið hugleitt,
livar upphafsmennirnir voru og
hver foringi þeirra. Sigurður
Thorlacius er fýrir löngu viður-
kenndur sem einn af fremstu
skólamönnum landsins, og löngu
fyrir dauða hans voru allar ó-
ánægjuraddir um skólastjórann
þagnaðar. Eigi að síður virtist
það hafa orðið arfsögn og þrá-
hyggja hjá sumu fólki, að í
húsi því, sem hann vann íifs-
stárf sitt, séu slæmir menn og
þeirra skóli vondur.
Sigurður Thorlacius var ein-
staklega farsæll maður. Hann
var að eðli nokkuð ráðríkur,
og skapmaður var hann mikill.
Samt beitti hann ævinlega mild-
um tökum, og fáir voru lagnari
að hafa sitt fram algjörlega há-
vaðalaust. Þeir kennarar og
starfsmenn skólans, sem fyrst
i stað felldu sig illa við nýja-
brumið í kenningum lians, létn
ekki dátt með hann meðan svo
var. En áður en lauk, var hver
einasti þeirra orðinn aðdáandi