Úrval - 01.03.1964, Page 103
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
93
hans. Einmitt meðal þeirra veit
ég þá vini hans, sem geyma
minningu hans sem helgidóm.
Ungur dó hann, en ævi hans
var þess í stað sifelld þroska-
saga. Engum á islenzk barna-
kennarastétt meira að þakka,
þó að marga menn hafi hún átt
góða og mikilhæfa. Sigurður
var þeirri gáfu gæddur að kunna
umfram flest að þoka þeim mál-
um áfram, sem hann tók að sér.
Má i því sambandi minna á
baráttu hans fyrir stofnun B.
S.R.B., en þá baráttu háði liann
í trausti þess, að kennarastétt-
in nyti góðs af henni. Eftir að
bandalagið reis á legg, veitti
hann því forstöðu til dánardæg-
urs. Störf hans í þágu kennara-
stéttarinnar voru æðimörg. Með-
al annars var hann ritstjóri
timarits hennar mörg ár. Ritið
gerði hann læsilegra og fjöl-
breyttara en það áður hafði
verið, og þar hélt hann stöð-
ugt á lofti kröfunni um aukna
menntun kennara og bætt laun
þeirra. Nokkurn árangur sá
hann í þessum efnum, áður en
hann dó, en það, sem síðan
hefur áunnizt, er m. a. árangur
af störfum hans. Þvi skyldi eng-
inn hlutaðeigandi gleyma.
Sigurður barðist fyrir bættum
hag kennara, en sú barátta var
ekki vegna þeirra einna, hún
kom af sjálfu sér, því að hún
var i samfylgd með hugsjón hans
um gróandi þjóðlíf á íslandi,
er yxi af bættum uppeldishátt-
um. Sérþekking hans í sálar- og
uppeldisfræði varð þess vald-
andi, að hann sá betur en marg-
ur annar, hvar skórinn kreppti
að. Menntunarlítil og hraksmán-
arlega illa launuð kennarastétt
gat ekki notið þeirrar virðingar,
sem henni var nauðsyn að eiga
hjá því fólki, sem hún vann
fyrir. Þá ekki heldur gat hún
opnað augu þjóðarinnar fyrir
því, að af öllu, sem henni er
mikils virði, er uppeldisstarfið
mest.
Sigurður gerði uppeldisstarf
að ævistarfi sínu og sérhæfði
sig i því. Þessu réð engin til-
viljun, heldur upplag mannsins.
Eitt af einkennum hans var
einstakur góðvilji. Hann átti i
ríkum mæli hinn yndislega eig-
inleika mannsins að þrá að láta
gott af sér leiða fyrir hvern
einstakling og fyrir einstakling-
ana sem heild. Því var það,
að öll beztu starfsár sín vann
hann ósleitilega að ýmsum fram-
faramálum. Hver sá, sem fyrir
góðu máli og heillaríku barð-
ist, átti vísan stuðning hans,
og notuðu sér það margir. Þetta
lýsir honum nokkuð, en segir
þó ekki, hver hann var. Hann
var afar fjölhæfur maður og á-
hugamál hans alhliða. Tungu-