Úrval - 01.03.1964, Blaðsíða 108
98
ÚHVAL
kaft meS hlaupi, sem ínniheldur
salt og vikurkol til þess að
tryggja góða leiðslu rafstraums-
ins. Rafskautin eru fest þannig,
að þau myndi mismunandi
mynztur.
Þegar rafskautin eru komin á
sinn stað, er vélin sett í gang,
hinn örfíni rafstraumur hjart-
ans berst til hennar, og hún
magnar hann margþúsundfalt.
Rafstraumur þessi stýrir „stíl“
eftir pappírsrenningi, sem hreyf-
ist stöðugt. Þannig myndast línu-
rit, og aðalhlutar þess eru þrír:
„P-bylgjan“, sem skýrir frá því,
hversu vel rafstraumur hjart-
ans örvar forhólfin, „QRS-þátt-
urinn“, sem skýrir frá þvi,
hvernig rafbylgjan flæðir yfir
hjartahólfin, og „T-bylgjan“,
sem skýrir frá því, hvernig
hjartahólfin hlaðast að nýju.
Sérhvert hjarta hefur sín ein-
kennandi EKG-mynztur. Bylgja,
sem lítur út fyrir að vera ó-
eðlileg, getur gefið til kynna
hjartakvilla hjá einum einstak-
ingi, en tilsvarandi bylgja í
hjartariti annars getur reynzt
algerlega eðlileg fyrir hjarta-
starfsemi þess einstaklings.
Stundum getur verið um til-
felli að ræða, þar sem erfitt er
að skera úr um slikt, og verð-
ur þá að styðjast við túlkun
snjallra sérfræðinga og aðrar
prófanir til þess að gefa full-
nægjandi úrskurð. En i um 80%
allrr. tilfella sýnir EKG-prófun-
in venjuleg mynztur, sem hjarta-
sérfræðingur þekkir samstundis.
Hversu oft ættu menn að láta
gera slíka prófun á sér? Flestir
læknar mæla með því, að hún
sé einn þáttur í árlegri læknis-
skoðun þeirra, sem orðnir eru
fertugir, eða jafnvel yngri
manna. Geyma ætti öll hjarta-
rit, svo að bera megi þau sam-
an síðar. Þegar þau eru síðan
skoðuð í réttri röð, geta þau
gefið ýtarlegar upplýsingar um
það, hvort hjartakvillinn sé ó-
hreyttur eða vaxandi.
Hið atliyglisverðasta, sem
EKG-prófunin skýrir okkur frá,
er ef til vill það, hversu mikið
álag hjarta okkar getur þolað og
samt leyft okkur að njóta til-
tölulega góðrar heilsu og lang-
lífis. Okkur hættir til að skoða
hjartað sem viðkvæmt, veik-
burða líffæri. í raun og veru
er þetta fremur sterkur og þol-
inn vöðvi. Það veikist, nær síð-
an bata aftur, og það breytir
starfsemi sinni til þess að geta
lagað sig eftir aðstæðum. Við
erum vön breytilegri starfsemi
annarra liffæra (andardráttur-
inn verður hraðari, þegar við
reynum á okkur, en hægari á
næturnar; kirtlar auka starf-
semi sína gífurlega til þess að
mæta erfiðum aðstæðum, o. s.