Úrval - 01.03.1964, Síða 124
114
ÚRVAL
ir, margir af þeim mjög frægir
á öörum bókmenntasviöum, sem
brugðið hafa þvi fyrir sig að
semja vísindareifara — John
Jacob Astor, Sir Francis Bacon,
Honoré de Balzac, Oliver Wend-
ell Holmes, Aldoux Huxley, Rud-
yard Kipling, Jack London, Bul-
wer Lytton, Guy de Maupassant,
St. Tliomas More, Mary Woll-
stonecraft Shelley — en hún
var eiginkona skáldsins, Percy
Bysshe Shelley og höfundur
hryllingssögunnar „Franken-
stein“, sem kom út árið 1818 —
Robert Louis Stevenson, Jona-
than Swift, Voltaire, H.G. Wells
— og eru þó ekki allir taldir.
Varla getur svo neinnar „furðu-
legrar uppfinningar", að þær
hafi ekki komið fyrst fram í
vísindareyfurum, t. d. flugvélar
og loftför.
Vísindareyfari Sir Francis
Bacon, „Nýja Atlantis“, sem kom
út árið 1626, var einhver fyrsta
skáldsagan sinnar tegundar, þar
sem leitazt var við að ræða
framsókn vísindanna í fullri al-
vöru. Óbeinlinis varð bók þessi
til þess, að stofnað var „Konung-
]ega brezka vísindafélagið“. Hún
átti jafnvel þátt í að marka rann-
sóknarstörf þeirra samtaka fyrst
i stað. Þjóð sú, er byggði „Nýja
Atlantis", átti yfir að ráða flug-
vélum og kafbátum og einnig
Jeiðslum og pípum, sem báru
hljóð milli staða langar leiðir,
en allar uppfinningar og vísinda-
starfsemi voru í umsjá ríkisins.
Bacon sagði fyrir um talsím-
ann, 250 árum áður en Alex-
ander Graham Bell fann upp það
tæki. Yngri vísindareyfarahöf-
undur reyndist ekki síður for-
spár. Árið 1884 kom út skáld-
sagan „Ferð til annarra hnatta“,
eftir John Jacob Astor, og segir
þar frá símaþráðum, sem báru
ekki einungis mannsröddina
railli fjarlægra staða, lieldur og
mynd af andliti þess, sem tal-
aði. Slikt tæki, sem flytur mynd-
ir simleiðis, er í notkun í dag,
og var einnig frá því sagt i vís-
indareyfara Hugos Gernbacks,
„Ralph 124C 41“, er upphaflega
birtist sem framhaldssaga í
fyrsta tímariti lians, „Nýjasta
raftækni“, árið 1911, en siðar
í einu lagi i tímaritinu „Furðu-
sögur“, janúarheftinu, 1929, og
er tækið þar nefnt „telephoto“.
í sögunni segir frá því, er Ralph
hyggst ná sambandi við einn
kunningja sinn í myndsimanum
— en fær skakkt númer, og verð-
ur ekki litið undrandi, þegar
hið fegursta stúlkuandlit birtist
honum á skyggninu; er liann þá
staddur í New York, en hún í
Sviss* og af þeim er svo sagan.
Þá er það hin fræga frásögn
eins hins víðkunnasta vísinda-
reyfarahöfundar, sem upp hefur