Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 125
GEIMFERÐASÖGUR...
115
verið', Jules Verne, af siglingu
kafbátsins Nautilusar. Að vísu
fann Jules Verne ekki upp kaf-
bátinn i frásögn þessari; hann
nefndi hann eftir kafbáti þeim,
sem Robert Fulton smiðaði
handa Napoleon forðum og
fyrstur hét „Nautilus“ þeirrar
skipategundar. Það var árið
1797.
Að öðru leyti áttu þessir tveir
farkostir fátt samciginlegt. Kaf-
bátur Fultons reyndist eklci bet-
ur en efni stóðu til og var allur
smár í sniðum, en „Nautilus“
Jules Verne var siglandi neðan-
sjávarhöll, þar sem allt gekk
lyrir rafmagni — skrúfurnar
voru knúnar rafmagni, og raf-
magn var notað bæði til suðu
og lýsingar. „Bókasafnið var allt
uppljómað rafljósum, sem skinu
úr fjórum glerkúlum, er komið
var fyrir i lofti salarins,“ segir
í sögunni.
Það er ekki óliklegt, að Edi-
son hafi tekið sér til fyrirmynd-
ar þessa velheppnuðu raflýsing-
araðferð um borð i Nautilusi
1870, því að árið 1879 sótti hann
unx einkaleyfi á hinni nýju upp-
finningu sinni — rafljósakúl-
unni.
Ekki verður víst neinn einn
talinn uppfinningamaður að
sjónvarpinu, en sagt var frá þvi
í visindareyfai-a fyrir meira en
150 árum.
í skáldsögunni „Giphantia“
eftir de la Roche, sem út kom
árið 1760, sýnir lnisráðandi
nokkur gesti sínum atburði
nokkra, jafnótt og þeir gerast
langt úti i heimi, og er hugvit
samlegt speglakerfi notað til að
útvarpa þeim víða vega. í skáld-
sögu Williams N. Harbens, „The
Land of the Changing Sun“,
1894, er sagt frá glugga einum
á höll konungs, sem hefur þá
náttúi’u, að út um hann má sjá
til fjarlægustu staða í rikinu og
allt, er þar gerist — en þá eru
það eins konar rafsjónaukai’,
sem notaðir eru. I skáldsögu H.
G. Wells, „When the Sleeper
Walkes“, sem út kom 1899, eru
„Sísofandanum“ sýndir atburð-
ir, sem gerast viða um Lundúna-
borg.
Flugtæki alls konar komu fram
á sjónarsviðið i vísindareyfur-
um, löngu áður en þeim Wright-
bræðrum tókst að hefja sig á loft
— fyrst harla óraunhæf; gervi-
vængir, sem menn festu á sig
og líktu eftir flugi fuglanna.
Seinna var þar lýst alls konar
fljúgandi farkostum, sem knún-
ir voru skrúfublöðum af öllum
hugsanlegum og óhugsanlegum
gerðum. Þyrilvængjan, sem Leo-
nardo da Vinci gerði frumteikn-
ingarnar að forðum, fór allra
sinna ferða í vísindareyfara
einum þegar árið 1866 — og enn