Úrval - 01.03.1964, Page 127
GEIMFERfíASOGUR . . .
117
einltum vindilslaga geimför,
sem reyfarahöfundarnir byggöu,
eins og t. d. geimskipið „Astro-
naut“, í skáldsögunni „Sigur-
herrar mánans“, eftir R.H. Rom-
an, en hún birtist í ársfjórðungs-
ritinu „Furður vísindanna“,
1930. Þetta var ef til vill í síð-
asta skiptið, sem orðið „astro-
naut“ var notað um geimfara.
Geimför af þesari gerð voru
búin öllum hugsanlegum þægind-
um, eftir því sem þá var í tízku
— svefnklefum, eldhúsi, borð-
stofu og setustofu, og miklu lest-
arrými, þar sem kössum, tunn-
um og dunkum með vistum og
öðrum birgðum var komið fyrir.
Reyfarahöfundarnir drógu sam-
an seglin í gerð geimskipa sinna
að sama skapi og geimvisind-
unum fleygði fram; þau urðu
minni og rennilegri, vistarverur
geimfaranna stöðugt þrengri og
mestur hluti lestarrýmisins var
tekinn undir eldsneyti. Og smám
saman tók farkosturinn svo á
sig lag' geimflauganna, eins og
þær gerast nú, sem notaðar eru
til að bera gervihnetti og mönn-
uð för út í geiminn.
Þótl einkennilegt kunni að
virðast, þá er svo að sjá, sem
reyfarahöfundarnir hafi hneigð
til að reikna með því, að tækni-
leg og visindaleg joróun gangi
öll hægara en raun ber vitni.
Þó að þeir séu hinir hugvitssöm-
ustu, hvað það snertir að finna
upp hin furðulegustu tæki, þá
gera þeir sig þarna seka um
tímaskekkju, er þeir halda sig
fara lengra fram úr þróuninni
en um er að ræða.
í áðurnefndri skáldsögu Hugos
Gcrnsbacks, „Ralph 124C 41 “, er
lýst sjónvarpi, myndsíma, breyt-
ingu sólarorku í raforku og tæki
nokkru, er hann nefnir „hypno-
bioscope“, en með þvi má láta
töluð orð hafa bein áhrif á
heila sofandi manns. Allt fyrir-
finnst þetta nú þegar — en þó
iætur höfundur þennan vísinda-
reifara gerast árið 2660. Þó er
það ekkert hjá tímaskekkjunni
í sambandi við spádóma Olafs
Stapledons í vísindareyfaranum,
„Síðustu og fyrstu mannverurn-
ar“, sem út kom árið 1930, þar
sem hann telur, að mönnum
muni fyrst takast að kljúfa
kjarna frumeindanna og beizla
kjarnorkuna árið 104,000!
Visindareyfari Edwards Bell-
amys, „Litið um öxl árið 2000“,
er saminn árið 1888; „Kristals-
öldin“ eftir William Henry Hud-
son á að gerast enn löngu siðar,
en rituð um sama leyti, og tveir
af vísindareifurum H.G. Wells,
„When the Sleeper Wakes“ og
„A Story of the Days to Come“,
tíu árum síðar, en látnar ger-
ast að tvöhundruð árum liðn-
um. í öllum þessum reyfurum er