Úrval - 01.03.1964, Page 133
OFFJÖLGUN MANNKYNSINS OG VtSINDIN
123
tók til a'ð eySa öllum sínum
kolabirgðum).
HvaS yrði þá um mannkynið?
Sir Charles Darvvin, sem átti
hinn þiekkta Charles Darwin
að afa, hefur fjallað um vanda-
mál þetta í mjög athyglisverðri
bók, er hann nefnir „Næstu
milljón árin“ (The next million
years). Virðast framtiðarhorf-
urnar þar ekki mjög bjartar.
HRYLLILEG FRAMTÍÐ.
Sir Charles segir í bólc sinni,
að mannkynið eigi hryllilega
framtíð fyrir sér, vegna þess
að svo margt fólk muni vera á
jörðinni, að það muni ekki hafa
nóg að borða, ekki hafa næga
orku, og því muni menn berj-
ast innbyrðis og koma fram
hver við annan líkt og þeir
hafa gert síðustu 3.000 árin.
Þessi skoðun einkennist sannar-
lega af vonleysi.
Sir Charles segir, að tækist
mannkyninu að finna takmarka-
lausa orkulind, gætu menn not-
að þá orku til þess að vinna
t. d. málma úr grjóti, þótt um
mjög lítið málmmagn væri að
ræða í því. Einnig getum við
notað orku til þess að vinna
ósalt vatn úr sjónum. En hefð-
um við yfir að ráða takmarka-
lausri lind orku, sem væri mjög
ódýr, myndi þetta Malthusar-
vandamál leysast, og geysileg-
ur mannfjöldi, „asymptotiskur“
mannfjöldi, gæti þá lifað hér
á jörðu. (En Malthus, sem uppi
var fyrir hálfri annarri öld,
kom fyrstur fram með þá kenn-
ingu, að fólksfjölgunin myndi
fara fram úr framleiðsluget-
unni).
Vandamálið er því fólgið í
þessari spurningu: Eru nokkr-
ir möguleikar á því til þess að
veita mannkyninu takmarka-
lausa orkulind? Skoðun min er
sú, að tveir möguleikar séu á
slíku.
AÐ BRENNA GRJÓTINU.
Annar möguleikinn felst i því
„að brenna grjótinu“ eins og ég
kalla það. Á ég þar við uranium-
ltlofningu. Ég tala um „að brenna
grjótinu“, vegna þess að i öllu
granítkenndu grjóti er fyrir dá-
lítið magn af úranium og thor-
ium. Ég býst við, að það myndi
geta borgað sig að mylja þetta
grjót og vinna þeð litla uranium
og thoriummagn, sem i því er,
og „brenna“ þvi siðan. Á þann
hátt munum við hafa óendanlega
meiri orkulind en við höfum
nú.
Einnig getur verið, að mann-
kynið verði heppið og að því
lærist, hvernig hægt er að
brenna efni þvi í höfunum er
deuterium (þungur vatnsefnis-
isotope) nefnist, þótt möguleik-