Úrval - 01.03.1964, Side 150
140
Hann kom einnig á laggirnar
pololiði, og voru í því aðeins
3 menn í stað fjögurra, sem
venja er. Var það gert til þess,
að sérhver reiðmannanna hefði
meira svigrúm til þess að láta
ærlega til sín taka. Eitt sinn
steinrotaðist Roosevelt, en lið
haps vann með 6 á móti 1, svo
að hann sútaði það ekki mikið
Það var sem slík óhöpp gleddu
hann beinlínis. Að hans áliti var
markmið erfiðs útilífs ekki að-
eins þjálfun likamans heldur
innri krafts og þols. Hann gerði
því ætíð lítið úr meiðslum sín-
um. Eitt sinn datt hann af baki
á refaveiðum og handleggsbraut
sig. Hann þaut strax á bak aftur
og hélt veiðunum áfram. Eitt
sinn sagði hann við Henry
Cabot Lodge, náinn vin sinn:
„Ég vil helzt blanda svolitlum
dropa af brennivíni i lifsins
vin.“
Edith Roosevelt var þessu í
fyrstu mótfallin, og hún var æ-
tíð óttaslegin, þegar hann slas-
aðist. En hún skildi fljótt þörf
hans fyrir líkamlega áreynslu
og þolraunir, og smám saman
lærðist henni að taka óhöppum
hans og slysum með jafnaðar-
geði og óskertri kímnigáfu. Eitt
sinn kom hann inn í hið stóra
anddyri Sagamorehæðar með
blæðandi skurð á höfuðleðrinu.
Viðbragð hennar við þessum ó-
ÚRVAL
sköpum var ósköp einfalt. Hún
sagði bara:
„Theodore, ég vildi, að þú
létir þér blæða inni i baðher-
berginu. Þú ert á góðum vegí
með að eyðileggja öll gólfteppin
í húsinu!“
„IIVAR ER ÞESSI ROOSE-
VELT?“
Árið 1888 tók Roosevelt að
gefa sig að stjórnmálum að nýju,
og á næstu 10 árum gengdi hann
þrem embættum. Hann réðist
nú að vandamálunum af sinni
venjulegu einurð og heiðarleika.
Hann kynntist nú mönnum þeim,
sem stjórnuðu Bandaríkjunum
og öðlaðist góða þekkingu á
sviði opinberra mála.
Hann gerðist yfirmaður rikis-
starfsmannahaldsins, er Benja-
mín Harrison var forseti. Þá
voru opinber störf á vegum rík-
isins aðeins álitin viðeigandi
stjórnmálaleg umbun ríkjandi
stjórnmálaflokks dyggum flokks-
mönnum til handa. Roosevelt
gerði gagngera breytingu á því
fyrirkomulagi. Um þetta sagði
hann: „Embættin eru alls ekki
nein eign stjórnmálamannanna.
Þau eru eign þjóðarinnar, og' i
þau ætti að skipa með hliðsjón
af því, að opinber þjónusta sé
innt sem bezt af hendi.“
Þessu kunnu atvinnustjórn-
málamennirnir og fylgifiskar