Úrval - 01.03.1964, Qupperneq 152
142
ÚRVAL
einnig voru góðir vinir hans,
spurðu hann, hvort hann myndi
gefa kost á sér, spratt hann á
fætur og hrópaði í mikilli geðs-
hræringu: „Vogið ykkur ekki að
spyrja mig slíks! Þið megið ekki
koma slíkum hugmyndum inn i
kollinn á mér. Þið eigið aldrei
að segja við mann í opinberri
þjónustu, að hann hafi mögu-
lcika á að verða forseti. Hann
missir þá alveg móðinn. Hann
getur þá ekki stundað starf sitt
lengur. Hann gefur alla þá við-
leilni á bátinn, sem gert hefur
hann að mögulegu forsetaefni.
Ég hlýt að æskja þess að verða
forseti. Það gerir sérhver ung-
ur maður. En ég mun ekki leyfa
sjálfum mér að hugsa til sliks.
Gerði ég slíkt, myndi ég verða
um of varkár og hræddur við
að láta til skarar skriða, aðeins
kaldur reikningshaus .. og þann-
ig myndi ég slá vopnin úr hendi
sjálfs míns.“
IiÚBUVANDAMÁLItí
Árið 1897, rétt fyrir 39. af-
mælisdaginn sinn, var Roosevelt
kvaddur til Hvíta Hússins. Var
hann þá skipaður aðstoðarflota-
málaráðherra. Tuttugu mánuðum
áður hafði Kúba hafið' vopnaða
uppreisn gegn hinum spænsku
húsbændum sínum, og Banda-
ríkin höfðu látið í ljós óskipta
samúð með Kúbu. Roosevelt á-
leit, að bezta aðferðin til þess
að vinna stríð eða forðast að
lenda i stríði væri sú, að vera
reiðubúinn að heyja stríð. Þvi
gerði hann sér grein fyrir því,
hvert hlutverk hans var: að
búa flotann undir mögulega
styrjöld við Spán.
í fyrstu var aðeins um ráð-
stafanir að tjaldabaki að ræða.
Mikill spænskur floti varstaðsett-
ur á Filippseyjum, og þvi valdi
hann dugandi, ungan mann sem
yfirmann bandaríska Asiuflot-
ans. Var þeð George Dewey.
Það ætlaði að ganga erfiðlega
með útnefningu hans, en tókst
þó að lokum.
Snemma á árinu 1898 var
bandaríska orustuskipið „Maine“
sent i „kurteisisheimsókn“ til
Kúbu. Þ. 15. febrúar sprakk
skipið i loft upp á dularfullan
hátt. Nú áleit Roosevelt, að stríð
væri óumflýjanlegt. Á laugar-
degi, viku eftir sprenginguna,
þegar flotamálaráðherrann var
ekki viðstaddur á skrifstofunni,
sendi Roosevelt Dewey skeyti
þess efnis, að yrði Spáni sagt
stríð á hendur, kæmi það i hans
hlut að sjá um, að spænski ílot-
inn kæmist ekki burt úr Asiu
og siðan yrði hann að hefja
sókn gegn liði Spánverja á Fil-
ippseyjum. Long flotamálaráð-
herra var ekki vel við þessa
skeytasendingu. Skrifaði hann i