Úrval - 01.03.1964, Síða 158
148
ÚRVAL
myndi „framfylgja óbreyttri
stjórnarstefnu McKinleys forseta
til heiðurs voru lijartkœra
landi.“ Og siSan sór Theodore
Roosevelt forsetaeiö sinn sem
26. forseti Bandaríkjanna, tæp-
lega 43 ára að aldri.
„Það er hryllilegt, að gerast
forseti á þennan hátt,“ skrifaði
hann Cabot Lodge, „en enn
verra væri að sökkva sér i hug-
arvíl af þeiin sökum. Viðfangs-
efnið biður mín, og ég verð að
fást við það eftir beztu getu.
Og það er allt og sumt.“
LÍF UG FJÖR í HVÍTA HÚSINU
Hvíta Húsið liefur yfirþyrm-
andi áhrif á flesta forseta, sem
inn i það flytja, og er það vegna
þess andrúmslofts sögu og erfða-
venja, er það er gagnsýrt af.
En þeim Roosevelt, Edith og
börnunum þeirra sex fannst
fátt yfirþyrmandi. Þau bjuggu
bara um sig á þessu opinbera
heimili sínu, likt og húsið hefði
verið byggt sérstaklega fyrir
þau.
Það var Roosevelt, sem gaf
þvi liið opinbera nafn, „Hvíta
Húsið“, er áður hafði aðeins
verið viðurnefni. Og hann tók
sjálfur að ganga undir nafninu
T.R. (fyrsti forsetinn, sem ein-
kenndur var með fangamarki
sínu i daglegu tali) eða, Teddy.
Rooseveltfjölskyldan naut strax
þessa nýja heimilis síns i slik-
um mæli, að sumir óttuðust,
að þetta sögufræga hús þyldi
varla slíkt álag. Börnin höfðu
sérstaklega mikið dálæti á hús-
inu. Ted yngri var i heimavistar-
skóla, og Kermit eyddi aðeins
einui.. vetri i Hvita húsinu,
þangað til hann fór að heiman
i skóla, en hann notfærði sér
þessa vetrardvöl sína i því til
hins ýtrasta. Hann gerði það
að sérgrein sinni að lífga upp á
samkvæmislífið með þvi að
koma nxeð ýmislegt að morgun-
verðarbörðinu, svo sem kengúru-
rottuna sina. Þegar kvöldboð
voru haldin, var Ethel vön að
læðast niður á náttkjólnum og
krækja sér í sælgæti og linetur
á matborðinu. Hin 17 ára gamla
Alice, sem blaðamenn kölluðu
nú „Prinsessuna",, var fjörmikil
stúlka, og uppátæki hennar
komust oft i blöðin. Virtist hún
ekki vera neinn eftirbátur föð-
ur sins.
Eitt sinn var Owen Wister
rithöfundur í heimsókn í Hvita
Húsinu. Var liann að ræða við
Roosevelt í skrifstofu hans, en
Alice var alltaf að koma þangað
inn og trufla þá. Að lokum
spurði Wister: „Theodore, get-
urðu ekki tekið eitthvað til
bragðs til þess að hafa hemil
á henni Alice?“
„líg get annaðhvort,“ svaraði