Úrval - 01.03.1964, Side 169
LÍF THFODORES ROOSEVELTS
159
íns, og lrlæðurnar og eiginkon-
urnar, sem hafa féngið þá fregn,
að hér eftir verði þær að ganga
skuggamegin. Það eru þessi, sem
hafa þorað að lifa hið Mikla
Ævintýri."
En það var sem eitthvað brysti
innra með honum við dauða
Quentins. Það var sem drengur-
inn i honum væri nú látinn.
ITm haustið fékk hann slæmt
gigtarkast, og i sjúkraliúsinu
var honum sagt, að ef til vill
yrði hann að eyða ævikvöldinu
í hjólastól. „Jæja,“ sagði hann,
„þá það. Ég get líka unnið i
hjólastól.“
Hann kom heim af sjúkrahús-
inu á jóladag, enn sárþjáður.
Hann héit nú áfram að vinna af
fullum krafti i næstu tvær vik-
ur. Síðdegis þ. 5. janúar reis
Edith kona hans á fætur, er
hún hafði setið um stund lijá
honum, og bjóst til þess að fara
út. Þá leit hann upp frá vinnu
sinni og sagði: „Skyldirðu nokk-
urn tíma geta gert þér grein fyr-
ir því, hversu óskaplega mér hef-
ur þótt vænt um Sagamorehæð?“
Rét fyrir kl. 5 næsta morgun
tók þjónn hans eftir því, að and-
ardráttur hans var orðinn ó-
reglulegur. Þjónninn kallaði á
hjúkrunarkonuna, en andardrátt-
ur Roosevelts hafði stöðvazt, áð-
ur en hún náði að sjúkrabeði
hans.
Archie sonur hans hafði kom-
ið heim af vígvellinum haustið
áður, Hann sendi nú bræðrum
sinum í Frakklandi skeyti, í
þeim birtiist stolt hans vegna
afreká hins stórkostlega ævi-
ferils föður hans. En þau hljóð-
uðu svo: „LJÓNIÐ Elí DÁIÐ.“
„VENJULEGUR MAÐUR“
Hið almenna lof, er birtist nú
um forsetann, bar afrekum hans
vitni. Margir samtíðarmenn lians
álitu hann jafningja þeirra Wash-
ingtons og Lincolns. Aðrir álitu
mikilleika hans og þýðingu
koma skýrast í ljós í djörfum
uppreisnaranda hans gegn ríkj-
andi þjóðfélagsháttum og kyrr-
stöðu. Vissulega var það dæmi
um velgengni lians, hvað stefnu-
mál hans snerti, að margar þær
umbætur og mörg þau stefnu-
mál, sem hann hafði barizt fyrir,
voru orðin viðurkenndar stað-
reyndir og viðurteknar venjur,
er hann lézt.
„Ég er bara venjulegur mað-
ur,“ hafði hann sagt, „án sér-
stalcra hæfileika á nokkru sviði,
nema ef til vill einu. Ég fram-
kvæmi það, sem ég álít, að ætti
að framkvæma. Og þegar ég tek
ákvörðun, þá framkvæmi ég
einnig það, sem framkvæma
þarf.“
Nú blasa við okkur mörg
vandamál svipaðs eðlis og Roose-