Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 22
20
ÚRVAl.
allar kon'urnar væru því samþykk-
ar.
Og tæpum mánuði eftir að fram-
kvæmdir hófust, kom borgarstjóri
Lundúna í heimsókn til Newgate
ásamt lögreglustjóranum og nokkr-
um borgarráðsmanna. Um heim-
sókn þessa skrifaði maður einn
eftirfarandi orð: „Margir þeirra
þekktu Newgate og höfðu heim-
sótt fangelsið nokkrum mánuðum
áður. Nú sáu þeir, að þar hafði
orðið alger umbreyting. Þeir sáu
ekki lengur hópa blygðunarlausra
kvenna, hálfnaktra og drukkinna.
Þetta „hélvíti á jörðu“ leit nú miklu
fremur út sem vinnustofa eða verk-
stæði iðinnar fjölskyldu. Fangels-
isstjórinn og borgarráðsmennirnir
gerðu tafarlaust þá breytingu á skip-
an fangelsisins, að þetta kerfi var
látið ná til alls fangelsisins og fang-
elsið látið standa straum af kostn-
aði vegna launa aðaleftirlitskonunn-
ar.“
Og þannig hófst endurbótastarf,
sem innan árs átti eftir að verða
geysilega umfangsmikið og gera
nafn Elísabetar Fry frægt um land
allt, valda þvi einnig, að á næstu
jjrem árum upphófust bréfaskipti
milli hennar og flestra konunga
Evrópu, og leituðu þeir ráða henn-
ar, hvað snerti umbætur í fangelsis-
málum. Og þetta starf hennar, sem
hún hóf kaldan vetrardag nokkurn
í janúarmánuði árið 1817 hefur
einnig skapað henni verðugan sess
meðal mætustu kvenna' veraldarsög-
unnar.
RAFMAGNSKLÆÐI
Það er ekki langt skref frá rafmagnsteppum til fatnaðar, sem er
hitaður upp með rafmagni. Jakkaföt, upphituð með hjálp rafgeymis,
munu koma istað síðra nærbuxna, sem Þykja heldur fyrirferðarmiklar
og að sumu leyti óþægilegar. Nú þegar fást sokkar og vettlingar með
innbyggðum „rafhita", og er skrúfað frá hitanum með hjálp litillar
rafhlöðu. Verðið er um 5 sterlingspund.
EngTAsh Digest
ÁVlSANAFÖLSURUM GERT E'RFIÐARA FYRIR
Nú hafa visindamenn fært bankastjórum í hendur bezta vopnið, sem
hingað til hefur verið fundið upp gegn ávísanafölsurum. Þeir hlutar
ávísanaeyðublaðanna, þar sem undirskrift og upphæðir eiga að ritast,
eru prentaðar á bakgrunn, sem hefur alveg sérstakt „mynztur" og
uppleysist í bleikingarefni og vatni. Ef tilraun er gerð til þess að breyta
upphæð eða undirskrift, hefur slíkt áhrif á mynztur bakgrunnsins, og
þannig varar ávisunin sjálf gjaldkerann við, að hún sé keypt og and-
virði hennar greitt út. English Digest