Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 73
LITIÐ A ÞANG OG ÞARA
71
mikið öldurót við brimóttar strend-
ur. Þörungarnir eru hálir sem álar,
mjóvaxnir og mjög sveigjanlegir
til að þola öldusogið; rammlega
tjóðraðir niður með heftiþráðum.
(Svifþörungar svífa lausir í sjón-
um). Nú er rœtt um að iðnnýta
þang og þara meira en gert hefur
verið. Um langan aldur höfðu menn
þang og þöngla til eldiviðar. I
Vestmannaeyjum var jafnvel hverj-
um bónda úthlutað ákveðnu stykki
af fjörunni. Árið 1906 segir Helgi
Jónsson: „í Hafnarfirði hefi ég
séð allmikið þang í þurrki og mun
því brennt þar til muna, og er mér
sagt, að þangi sé brennt suður með
öllum Faxaflóa. Nú eru menn byrj-
aðir að brenna þara hér á landi
til að vinna joð úr öskunni. Til mat-
ar tóku menn auk sölva fjörugrös,
einkum í Vestmannaeyjum og á
Eyrarbakka og maríukjarna hafa
menn matbúið víða“. Helgi Jóns-
son rannsakaði þörunga við íslands-
strendur árum saman og ritaði um
þá doktorsritgerð: „Om Algeveget-
ationen ved Islands Kyster“ 1910
og árið 1912 ritgerðina „The Mar-
ine algal Vegetation of Island".
Munu íslenzkir þörungar um það
leyti hafa verið betur rannsakaðir
en þörungar annars staðar á Norð-
urlöndum. Á íslenzku skrifaði Helgi
um ákvörðun og hagnýtingu þör-
unga tvær ritgerðir í Búnaðarritið:
„Nokkur orð um notkun sæþör-
unga“ árið 1906 og Sæþörungar
1918. Hef ég notað nefndar ritgerð-
ir sem heimildarrit. Ásgeir Torfa-
son efnafræðingur efnágreindi all-
marga sæþörunga, sbr. ritgerð hans:
„Efnagreining nokkurra sæþör-
unga“ i Búnaðarritinu 1910.
„GULLNÁMUR" ÚTI 1 GEIMNUM
Stjörnufræðingar hafa tilkynnt, að þeir hafi uppgötvað „útvarps-
stjörnur" úti í geimnum, sem séu sterkustu stjörnur, er enn hafi veriö
uppgötvaðar, hvað útgeislun snertir. Sú sterkasta af 24 slíkum „stjörn-
um“, sem rannsakaðar hafa verið,. gefur frá sér orku, sem jafnast á
við orku 20.000 milljóna sólna!
Mannlegt ímyndunarafl getur varla gert sér í hugarlund né skilið
slikar ofboðslegar orkubirgðir. Hefur þessi uppgötvun orðið til þess
að þagga niður i mörgum þeim, sem hafa spáð Því, að mennirnir myndu
verða uppiskroppa með eldsneyti og orku.
Það getur tekið vísindin eina öld í viðbót að finna einhverja aðferð
til þess að notfæra sér þessa furðulegu fjársjóði, sem uppgötvaðir hafa
nú verið úti í geimnum, en það má í sannleika segja, að við enda
regnbogans bíði gullið eftir mönnunum. S.M.T.
Versti gallinn á einstaklingshyggjumönnum nútimans er sá, að Það
er alltaf að verða erfiðara að þekkja þá í sundur.
Carl H. Antczak