Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 72
70
ÚRVAL
sóknastöð er tekin til starfa í Osló.
Þangmjölsframleiðsla er mikil i
Noregi og dálítil hér. Þangmjöl er
haft til fóðurs og hefur einnig verið
blandað í mjöl til brauðgerðar. Jap-
anar hafa rannsakað mjög' mikið
næringargildi þörunga og nota
ýmsar tegundir talsvert til inatar.
Hér rannsakaði Ásgeir Torfason
fóðurgildi margra þörunga og birti
ritgerð um það i Búnaðarritinu
árið 1910. Örsináir svifþörungar
eru eins og kunnugt er undirstaða
sædýralifsins og þar með fiskiveið-
anna. Já, nytsemi þörunganna er
mikil. En þeir hafa líka fegurð
til að bera. í útvarpserindi árið
1932 sagði Bjarni Sæmundsson:
„Það er gaman að horfa niður í
sjóinn og virða fyrir sér mógrænan
þangskoginn, sem þá ris fyrir flot-
krafti loftblaðranna, kló við kló,
eins og örlítil tré, með smáa, bleik-
rauða „pólypklasa", hangandi eins
og hlóm á greinum, sem fjörudopp-
urnar naga, en þanglýs og marflær
skjótast eins og fljúgandi fuglar
milli „trjánna“ og máski má sjá ein-
staka sprettfisk eða sogfisk sveima
milli steinanna. Þó er ennþá meira
gaman að virða fyrir sér fjölbreytn-
ina úti á þörunum, sem keppa í
hæð við skógarhríslurnar á landi;
sjá hin undursamlegu litbrigði, sem
sólargeislarnir valda, þegar þara-
blöðin og rauðþörungarnir iða og
dúa fram og aftur líkt og trjágrein-
ar, eða gras í vindi. Milli „þara-
trjánna“ má e. t. v. sjá fastgróin
skeldýr, rangskreiða krabba eða
skræpótta marhnúta mjaka sér eftir
botninum, eða krossfiska og „tungl-
stórar“ sæsólir skina j kapp við
„himinsólina“. Upsaseiði og þorsk-
seiði má og sjá og að vorlagi hrogn-
kelsi við eggjabú sín. Já, og það
má sjá margt fleira.“
Loftslag veldur hinum miklu
stakkaskiptum, sem gróðurinn tek-
ur eftir árstiðum. Veturinn er dval-
artími gróðursins hér í köldu lofts-
lagi. I sjó gætir lotsflagsbreytinga
minna en á landi. Dvalartími sæ-
jurtanna er einnig að vetrinum,
því að þá er birtan minnst og sjór-
inn svalari en á sumrin. En árs-
tíðamunur er mun minni á gróðri
sævar en á landi. Einærar sæjurtir,
t. d. margir grænþörungar, fölna og
deyja að vísu á haustin. En fjölæru
þangtegundirnar eru með svipuðu
útliti árið um kring; fjörugróður-
inn og djúpgróðurinn heldur sín-
um vanalega brúna og rauða lit
allt árið. Dvalartími flestra brún-
þörunga og rauðþörunga er jafnvel
styttri en svartasta skammdegið.
Sæþörunga má telja skuggajurtir,
svipað og t. d. flesta burkna á landi,
en nokkra birtu þurfa þeir og veru-
leg gróska hleypur fyrst í þá á vor-
in með hækkandi sól. Kolefnið taka
þeir úr loftinu i sjónum og upp-
leyst steinefni úr sjónum siast inn
í gegnum yfirborð þeirra. Blöð
landplantna geta einnig tekið til
sín vatnsúða og a. m. k. sum nær-
ingarefni inn í gegnum húðina, Þess
vegna er farið að úða sum ávaxta-
tré með næringarupplausnum. Magn
næringarefna í sjónum er misjafnl
eftir árstíðum o. fl. skilyrðum. En
lifskjörin eru þó jafnari í sjó en
á landi. Landgróður þarf að geta
staðizt storma, en sjávargróðurinn
verður á hinn bóginn oft að þola