Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 89
MAÐUR ALDARINNAR
87
fyrir, að hann hellti úr skálum
reiði sinnar og bar fram ákærur
á huglitla hershöfðingja, þegar hann
varð fyrir þrálátri mótstöðu gegn
einhverri uppáhaldsáætlun sinni.
Langaði engan þeirra til þess að
berjast við ,,narzistana“?
— Lewis Broad.
Það var ekkert svo smátt, að for-
sætisráðherrann léti sig það engu
skipta. Á mestu erfiðleikatímum
stríðsins sendi hann frá sér a) mörg
og mikil bréf um það, hvort
skammta skyldi sælgæti, b) fyrir-
skipanir um, að er tré væru felld,
skyldi taka tillit til fegurðar enskr-
ar náttúru, og c) fyrirskipanir
um, að komið skyldi vel fram við
stúlkur í bráðabirgðaherþjónust-
unni og þær meðhöndlaðar á ridd-
aralegan hátt.
— Geoffrey Bocca.
Snemma í maímánuði árið 1941
mælti forsætisráðherra á þessa leið
í þinginu: „Nú er liðið næstum
nákvæmlega ár síðan menn allra
flokka tóku höndum saman til þess
að heyja þessa baráttu allt til enda,
Þegar ég lít til baka til þess háska,
sem þegar liefur verið sigrazt á á
hinum fjallháu öldum, sem þetta
prúða skip hefur verið rekið út
á, þá er ég þess fullviss, að við höf
um enga ástæðu til þess að óttast
ofviðrið. Lofum þvi að geysa, lof-
um því að æða! Við munum kom-
ast út úr því.“
Þetta voru síðustu orðin, sem
hann mælti í gömlu málstofunni.
— A. P. Herbert.
Að morgni dags þess 11. maí stóð
ég hjá Winston Churchill innan
um rjúkandi rústir neðri málstof-
unnar, sem sprengjur nazista höfðu
splundrað nokkrum klukkustund-
um fyrr. Forsætisráðherrann starði
þögull á þetta í langan tíma. Hann
beindi augum sínum að staðnum,
þar sein gólf málstofunnar hafði
eitt sinn verið, að staðnum, þar
sem ræðuborð það hafði staðið,
sem hann hafði flutt svo margar
fæður við, upp tii áhorfendapall-
ana, þar sem þúsundir höfðu staðið
og hlustað á hann. Kjálkavöðvar
hans hnylduðust ákaflega. Hann
boraði göngustafnum þegjandi og
grimmdarlega niður í kolbrunna
bjálka.
Að lokum sneri hann sér skyndi-
lega við að embættismanni einum
Churchill skoöar skemmdir á húsakynn-
um neðri málstofunnar eftir loftárás.