Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 15
AFl OG ATLANTSHAFIÐ
13
á steinakkerið i stefninu á kænu
Als. A1 skildi, við hvað hann átti,
og kastaði því yfir i bátinn olckar.
Það tók okkur dálítinn timii að
koma því aftur í skut og skorða það
þar dyggilega. Það var þungt.
Þegar við litum upp aftur, voru
bátarnir aðeins um 100 metrum
undan klöppunum. Yið gátum íund-
ið öldusogið við klettana, er þær
soguðust til baka og skullu síðan
aftur að klöppunum úti við odd-
ann á tanganum. Afi tók til að róa
aftur af öllum lífs og sálar kröft-
um og stefndi nú beint til iiafs. í
fyrstu miðaði okkur ekkert áfram.
Að lokum tók báturinn til að hreyf-
ast ur stað, en svo þegar stríkkaði
aftur á tauginni á milli bátanna,
varð róðurinn jafnvel enn erfiðari.
Mig langaði ósköp mikið til að
hjálpa, en ég gat ekkert gert. Hið
eina, sem mér kom til hugar að
gera, var að hrópa í sífellu: „Þér
tekst það, afi! Þér tekst það!“
A1 hjálpaði til með árinni sinni.
En þetta var harátta upp á líf og
dauða, því að í livert skipti er afi
hafði lokið áratogi, rak okkur aft-
ur í áltina til ldappanna. Það virt-
ust líða margir klukkutímar þangað
til öldurnar urðu lengri og ávalari
og við vissum, að við vorum nú
aftur komnir út á meira dýpi.
Svo beygði afi hægt og stefndi
nú aftur i áttina til víkurinnar. Þeir,
sem vita eitthvað um báta, gera
sér grein fyrir því, að hættan er
einna mest, þegar öldurnar koma á
eftir manni. Þær komu æðandi á
eftir okkur, lyftu okkur upp og köst-
uðu okkur fram á við. Það er ekki
svo mjög hættulegt, ef hægt er að
stýra. En það er ekki hægt að stýra
kænu, sem er með aðra i eftirdragi
í mjög slæmum sjó.
Einhvcrn veginn tókst afa að
hindra það, að bátinn ræki á hlið
undan öldunum. En svo skall
skyndilega á okkur geysileg alda,
og kæna Als skall aftan á okkar
hát. Síðan kom önnur alda, og ég
hélt, að nú væri úti mn okkur. Ég
gat séð sjóinn fossa inn í kænu Als.
Hann jós eins og óður maður.
Svo lygndi skyndilega. Slíkt ger-
ist stundum i fárviðri. Rétt á eftir
allra mestu öldunum koma stundum
smáöldur. Afi leit til hafs, og síðan
greip hann til ráðs, sem ég skildi
alls ekkert í. Hann greip aðra ár-
ina báðum höndum og sneri kæn-
unni okkar af öllu afli, þangað til
hún stefndi til hafs aítur. Ég var
þó of ungur til þess að skilja, hvað
hann ætlaðist fyrir. En nú er ég
minntist þess arna 50 árum síðar,
fylltist ég enn hrifningu og undr-
un. Þetta var eina ráðið, sem dugði
til þess að bjarga lífi okkar. Afi
hafði aldrei lent í fárviðri á sjó
áður, en það var líkt og einhver
eðlisávísun segði honum, hvað til
bragðs skyldi taka. Ætti okkur að
takast að komast að landi, yrðum
við að láta okkur reka þangað aft-
ur á bak, og létta kænan okkar
varð að „halda í“ við hlaðinn bát
Als, og það gat luin aðeins með
því að leyfa honum að vera á und-
an.
„Ég býst við, að okkur ætli að
takast þetta, Davy,“ hrópaði afi
brosandi. Nú gerði ég mér grein
fyrir því, að hann hafði ekki verið
viss um, að okkur tækist að sigra.