Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 26

Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 26
24 Ég varð nú sannfærðari um það en nokkru sinni fyrr, að Willcox- fjöískyldan væri fyrirmyndarfjöl- skylda í alla staði. „Kannske ættir þú að kippa þef- dýrinu upp á skottinu,“ sagði ég. „Nei, við getum alltaf kippt þef- dýrum upp á skottinu, já, hvenær sem okkur langar til. En þú ert gestur hérna, og mamma sagöi, að við ættum að vera kurteis og góð við þig,“ sagði eldri bróðirinn á kveðinn. Willcox-systkinin tóku það fram, að það myndi spara okkur geysi- legar óþarfa skýringar, ef við skýrð- um engum frá fyrirætlun okkar. Því horðuðum við kvöldmatinn okkar steinþegjandi. Og svo lögðum við strax af stað eftir kvöldmat. Ég var i broddi fyllcingar. Skyndi- lega heyrði ég hundana byrja að gelta. Brátt kom ég auga á þá. Ég sá lika eitthvað hvítt svifa á milli þeirra rétt yfir jörðinni. Þegar ég kom nær og beindi vasaljósi minu að þessu fyrirbrigði, sá ég, að það var þefdýr. Það flýði burt, strax oð það kom auga á mig. Hundarnir hlupu strax i veg fyrir það, og þefdýrið stanz- aði á nýjan leik, augsýnilega ákveð- ið í að verjast. Þegar þefdýr hefur tekið slíka ákvörðun, getur ekkert fengið það til þess að breyta henni. Indíánar, sem bjuggu sig undir áhlaup, vöfðu þefdýrsskinnum um ökkla sér til merkis um, að þeir myndu aldrei flýja. Þefdýrið hafði lyft skottinu, svo að það stóð beint upp í loftið. Hviti brúskurinn á skottendanum lafði þó svolítið. Þegar ég nálgaðist, ÚRVAL stappaði það framlöppunum í jörð- ina. Einn af Willcox-krökkunum hvisl- aði að mér: „Þetta er merki um, að þvi sé alvara. Fyrst gefur það merki með því að lyfta skottinu, síðan með þvi að stappa niður fram- fótunum. Svo þegar það hefur lyft hvita hárbrúsknum aftast á skott- inu, máttu vita, að þú færð ekki fleiri aðvörunarmerki. Og svo mið- ar það beint á þig og spýtir." Ég gekk enn eitt skref fram á við. Hvíti hárbrúskurinn þaut beint upp i loftið. Svo breiddist úr hon- um, og hann líktist nú pínulitlum blævæng. „Stansaðu“! hrópuðu allir krakkarnir einum munni. Ég stanzaði. „Nú, hvað á ég að gera næst?“ „Fáðu mér vasaljósið, og ég skal bíða hérna og beina atliygli þess að mér,“ sagði annar strákurinn. „Nú skalt þú læðast aftur fyrir þef- dýrið og kippa þvi upp á skottinu.“ Ég rétti honum vasaljósið og læddist hægt að þefdýrinu aftan frá. Svo þaut ég að því og greip i hvelli um skottið á því. En þef- dýriÖ var enn snarara í snúning- um en ég. Það snarsneri sér við og spýtti beint á mig úr báðum kirtlunum. Ég fann eitthvað blautt skella á kinn mér. En samtimis hafði ég kippt þefdýrinu upp á skottinu. Næstum samtímis fann ég brenn- andi sviða á kinn mér, líkt og á mig hefði verið skvett brennheitu vatni. Ég barðist við að ná andanum, líkt og að mér hefði verið kastað tára- gassprengju. Mér hafði þó tekizt að kippa þefdýrinu á loft, Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.