Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 120
Htingrið hefilr verið fylgifiskur mannkynsins frá alda öðli, að þvi er
virðist. Og skemmdarvargar hafa ætíð beðið eftir tækifæri til þess
að leggja undir sig nppskeru mannanna. Skemmdarvargar þessir
eru ekki háir i loftinu — skordýr, sveppir, sýklar og veirur.
Fjölda þeirru og fjölbreytni tegundanna virðast lítil tak-
mörk sett. Öldum saman hafa menn staðið uppi
ráðclitlir gegn þeim. Það er fyrst með hinum
fjölbreyttu útrýmingarlyfjum 20. aldarinn-
ar, að baráttan virðist vera að snúast
manninum i vil.
SKEMMDARVARGARNIR
fc’J&SyPfF „VOLDUG þjóð og ó-
kIShÍJ töluleg hefir farið yfir
land mitt; tennur henn-
jrs^Nl ar eru sem ljónstennur
og jaxlar hennar sem
dýrsins óarga. Þótt landið fram
undan henni hafi verið sem Edens-
garður, er það á bak henni sem
eýðiöræfi." Þannig skrifaði spá-
maðurinn Jóel um engispretturnar,
en elztu heimildir um engisprettuna
er mynd hennar á egypzkri gröf
frá tímum 12. konungsættarinnar
(um 2400 árum f. Kr.).
Enn í dag eða um 4000 árum síð-
ar hafa mörg mannanna börn á-
stæðu til hryggðar. Meira en helm-
ingur allra'íbúa jarðarinnar er enn
í dag vannærður. Milljónir barna
eru svöng hvern dag og hverja nótt,
og foreldrar þeirra, afar og ömm-
ur hafa aldrei vitað, hvað það er,
að fá nóg að borða. Á degi hverjum
fæðast 120.000 fleiri börn en fædd-
ust daginn áður, og samtímis sax-
ast á ræktunarland jarðarinnar sem
svarar 10.000 tunnum dag hvern.
Siðmenningin er í kapphlaupi við
hungursneyðina, og endalokin eru
enn vafasöm.
í sögu okkar úir og grúir af alls
kyns óförum og plágum, sem or-
sakazt liafa af árásum skordýra og
sveppasjúkdóma. Áttunda plágan,
sem herjaði á Farao, herjar einnig
á okkur enn þann dag i dag, og
eyðimerkurengispretturnar herja
enn á landssvæði í Afriku og Suð-
cestur-Asíu, sem nema samtals 28
milljónum ferkílómetra og valda
ótrúlegu uppskerutapi. Ryðsjúk-
dómar í vissum korntegundum hafa
dregið úr uppskerumagninu, allt
frá því menn tóku að þekkja til
þeirra. Rómverjar héldu fjórða
hvert ár hátíð trúarlegs eðlis, en
álitið er, að siðvenja þessi hafi
lcomið fram á 8. öld f. Kr. Var hún
haldin við 2. mílusteininn á Klá-
díusarveginum (Via Claudia) til
118
— Shell Magazine —