Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 6

Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 6
4 ÚRVAL ,,Slan na 'Gael“, sem þýðir „Skot- landi sé lof og dýrð.‘ Skotland er ein heild tilfinninga- lega séð, og þessi heild er mynduð af sögu þess, landslagi, siðvenjum, máli og sltozkum skapgerðarein- kennum, sem bezt má lýsa sem dá- samlegu lífsfjöri, sem liulið er hálfgerðri klókindagrimu. Land- fræðilega séð er Skotland ekki síærra en Mainefylki, allt sundur- skorið af fjöllum og dölum og ó- trúlega fögrum vötnum, sem köll- uð eru loch. Það eru 400 mílur frá Muckle Flugga-vita i norðri (þar sem líður aðeins ein stund milli sólseturs og sólaruppkomu um hásumarið) og Gallowayskaga, sem liggur að írlandshafi i suðri. Engin merki eru á hinum 80 mílna löngu landamærum milli Skotlands og Englands, en skyndi- lega koma i ljós breytingar. Lög- regluþjónar eru nú með húfur með köflóttum borðum í stað hjálma ensku lögreglumannanna. Pils- klæddir hermenn, sem komnir eru heim í leyfi, labba um götur þorp- anna. í stað ensku pundsseðlanna koma nú skozkir seðlar til sög- unnar. Og liljómfall málsins i Skot- landi er í samræmi við trumbu- slátt Skotlands sjálfs. í Láglöndunum er málið kallað dóriska (Doric), mállýzkan, sem Robert Burns skrifaði Ijóð sín á. Á dórisku verða steinveggir (stone walls) að ,,stane dykes“, stúlkur (girls) verða að „quinies“, stórar upphæðir eru kallaðar ,,muckle“ og litlar upphæðir „mickle". í Há- löndunum og þúsund eyjum með- fram norðurströndinni er viða töluð gaeliska, sem hinir keltnesku innrásarmenn fluttu með sér fyrir 2000 árum. En sérhvert hérað og sérhver bær í Skotlandi hefur sína sérstöku mállýzlcu og sérstakan framburð dóriskunnar eða gaelisk- unnar. Sumar mállýzkur Háland- anna eru nú orðið svo lítt þekktar, að á sumum eyjum tala kannski aðeins nokkrir tugir manria tungu- mál, sem engir aðrir í gervöllum heiminum skilja. Skotlandi má skipta í „Klóka Skotland“ (Canny Scotland), iðn- aðar-, verzlunar- og landbúnaðar- héruðin i Láglöndunum, þar sem 4 af 5 milljónum íbúa landsins eru saman komnar, og „Fagra Skotland“ (Bonnie Scotland) í Hálöndunum. Ekkert virðist hafa breytzt uppi i Hálöndunum, síðan Robert de Brus (hinn bardagaglaði barón frá Normandi, er þekktur varð undir nafninu Robert Bruce) fór þar huldu höfði fyrir 600 árum og öðl- aðist hugrekki sitt á ný, er hann virti fyrir sér köngurló, er hélt ótrauð áfram að spinna vef sinn og gafst aldrei upp. Svo þegar hann liafði fyllzt hugrekki að nýju, brytj- aði hann Englending'ana niður við Bannoekburn, frelsaði Skotland og gerðist konungur þess. Glasgow við Clydefljót er hjarta iðnaðarins í „Iílóka Skotlandi": fjörugj ysmikil borg, dálítið gróf- gerð, en þrungin lífi. Hún er um- kringd risavöxnum verksmiðjum, ofsastórum brugghúsum og jötun- vöxnum skipasmíðastöðvum. Þarna lagði kraftur og kunnátta Glasgow- búa hönd á plóginn og smíðaði risaskipin „Queen Mary“ og „Queen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.