Úrval - 01.03.1965, Page 6
4
ÚRVAL
,,Slan na 'Gael“, sem þýðir „Skot-
landi sé lof og dýrð.‘
Skotland er ein heild tilfinninga-
lega séð, og þessi heild er mynduð
af sögu þess, landslagi, siðvenjum,
máli og sltozkum skapgerðarein-
kennum, sem bezt má lýsa sem dá-
samlegu lífsfjöri, sem liulið er
hálfgerðri klókindagrimu. Land-
fræðilega séð er Skotland ekki
síærra en Mainefylki, allt sundur-
skorið af fjöllum og dölum og ó-
trúlega fögrum vötnum, sem köll-
uð eru loch. Það eru 400 mílur
frá Muckle Flugga-vita i norðri
(þar sem líður aðeins ein stund
milli sólseturs og sólaruppkomu
um hásumarið) og Gallowayskaga,
sem liggur að írlandshafi i suðri.
Engin merki eru á hinum 80
mílna löngu landamærum milli
Skotlands og Englands, en skyndi-
lega koma i ljós breytingar. Lög-
regluþjónar eru nú með húfur með
köflóttum borðum í stað hjálma
ensku lögreglumannanna. Pils-
klæddir hermenn, sem komnir eru
heim í leyfi, labba um götur þorp-
anna. í stað ensku pundsseðlanna
koma nú skozkir seðlar til sög-
unnar. Og liljómfall málsins i Skot-
landi er í samræmi við trumbu-
slátt Skotlands sjálfs.
í Láglöndunum er málið kallað
dóriska (Doric), mállýzkan, sem
Robert Burns skrifaði Ijóð sín á.
Á dórisku verða steinveggir (stone
walls) að ,,stane dykes“, stúlkur
(girls) verða að „quinies“, stórar
upphæðir eru kallaðar ,,muckle“
og litlar upphæðir „mickle". í Há-
löndunum og þúsund eyjum með-
fram norðurströndinni er viða
töluð gaeliska, sem hinir keltnesku
innrásarmenn fluttu með sér fyrir
2000 árum. En sérhvert hérað og
sérhver bær í Skotlandi hefur sína
sérstöku mállýzlcu og sérstakan
framburð dóriskunnar eða gaelisk-
unnar. Sumar mállýzkur Háland-
anna eru nú orðið svo lítt þekktar,
að á sumum eyjum tala kannski
aðeins nokkrir tugir manria tungu-
mál, sem engir aðrir í gervöllum
heiminum skilja.
Skotlandi má skipta í „Klóka
Skotland“ (Canny Scotland), iðn-
aðar-, verzlunar- og landbúnaðar-
héruðin i Láglöndunum, þar sem
4 af 5 milljónum íbúa landsins eru
saman komnar, og „Fagra Skotland“
(Bonnie Scotland) í Hálöndunum.
Ekkert virðist hafa breytzt uppi i
Hálöndunum, síðan Robert de
Brus (hinn bardagaglaði barón frá
Normandi, er þekktur varð undir
nafninu Robert Bruce) fór þar
huldu höfði fyrir 600 árum og öðl-
aðist hugrekki sitt á ný, er hann
virti fyrir sér köngurló, er hélt
ótrauð áfram að spinna vef sinn og
gafst aldrei upp. Svo þegar hann
liafði fyllzt hugrekki að nýju, brytj-
aði hann Englending'ana niður við
Bannoekburn, frelsaði Skotland og
gerðist konungur þess.
Glasgow við Clydefljót er hjarta
iðnaðarins í „Iílóka Skotlandi":
fjörugj ysmikil borg, dálítið gróf-
gerð, en þrungin lífi. Hún er um-
kringd risavöxnum verksmiðjum,
ofsastórum brugghúsum og jötun-
vöxnum skipasmíðastöðvum. Þarna
lagði kraftur og kunnátta Glasgow-
búa hönd á plóginn og smíðaði
risaskipin „Queen Mary“ og „Queen