Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 56
54
ÚRVAL
tré, sem hann tók að klóra i af
miklum ákafa, en árangurslaust.
Ég sneri þá aftur til náttstaðar míns,
setti mýflugnanet um höfuðið á
mér, batt fyrir skyrtuermar, buxna-
skálmar og opin á vettlingunum,
og tók með mér öxina. Slcammt
frá rótum trésins kveikti ég reyk-
bál og hjó síðan með öxinni í hola
tréskelina, þar til hún molnaði og
í ljós kom öll sumarframleiðsla bý-
kúpunnar. Ég hlaut býflugnastung-
ur á þreinur stöðum fyrir skilning
minn og fyrirhöfn, en Bangsi át
20 punda vaxköku, býflugnabrauð
og býflugur í hundraðatali. Mest-
alla þá nótt hraut hann til fóta við
svefnpokann minn.
í náttstöðum hafði Bangsi aldrei
þolinmæði til Iangrar kyrrsetu eða
hugleiðinga. Og samkvæmt venju
minni, þegar um skepnur er að
ræða, lét ég undan ölluin duttlung-
um hans. Er hann vildi láta klóra
sér á bakinu, klóraði ég honum;
er hann vildi fá fisk í miðdegis,
verð fiskaði ég; er hann vildi ólm-
ast og veltast með mér i grasinu,
ólmaðist ég og veltist — og ber
ennþá ör þvi til sönnunar, að leikir
hans voru eins og þeir tíðkast hjá
félögum mínum.
í einum sérstaklega hörðum leik,
greip ég í hægri framfót hans og
velti honum á bakið. Er ég sat svo
á vömbinni á honum meðan ég var
að ná andanum, rétti hann mér i
staðinn vinstri handar kjálkahögg,
sem ekki aðeins veitti mér tveggja
þumlunga svöðusár framan á kinn-
ina, heldur þeytti mér einnig lang-
ar leiðir. Er ég raknaði viðf var
Bangsi að sleikja sár mitt. Hann
var óhuggandi af iðrun og blygð-
un. Hann sat skömmustulegur og
ýifraði eins og barinn hvólpur, er
mér tókst að leggja handlegginn
um háls honum og þylja allt það
blíða bjarnarmál, sem hann hafði
kennt mér. ■
Upp frá þessu lofaði ég Bangsa
alltaf að velta mér, þegar hann
vildi leika sér, en gerði aldrei
minnstu tilraun til að eiga frum-
kvæðið. Ef hann gerðist of harð-
leikinn, lést ég vera dauður. Þá
brást ekki að hann velti mér við,
sleikti andlit mitt og vældi.
Fyrir kom, að hann eyddi um-
framorku sinni með því, að taka
100 metra tilhlaup til þess að hlaupa
á harða spretti upp í topp á hæstu
furunni. Er hann kom til min aft-
ur, strax að þessu loknu, varð ég
ekki var við, að hann blési úr nös.
Hann mæddist aðeins, er við geng-
um langan veg í sterku sólskini og
hann gerðist þyrstur.
Það er hvorki ætlun mín að eigna
birninum skapgerðareinkenni, sem
hann gat ekki haft til að bera, né
heldur að ýkja þau, sem hann hafði.
Ég blátt áfram leit á hann, og gerði
mér far um að athuga hann, eins
og hann var, og varð ekki var við
aðra eðiiskosti lijá honum en þá,
sem eru hans dýrategund eginiegir,
og eru nægilega ógnvekjandi án
þess að vera ýktir. Ég reyndi aldrei
að beita við hann neinni annarri
mannlegri tamningu en að kalla han
Bangsa; þvert á móti gerði ég allt
sem ég gat til þess að æfa mig i að
verða bjarnarbróðir.
Eins og hjá öllum hrifnæmum
spéndýrum, voru lyndiseinkunnir