Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 126
124
ÚRVAL
Móður Náttúru í hættu. Þetta hef-
ur verið óhjákvæmilegt, en jafn-
framt verður að hafa það í huga,
að varnarlyf þessi hafa á liinn bóg-
inn gert mikið til þess að linna
þjáningar mannanna og eru ómiss-
andi fyrir þau 45% mannkynsins,
er enn stunda landbúnað.
Þar sem „kemisk“ efni hafa vald-
ið dauða villtra dýra, hefur ástæð-
an oft verið misnotkun þessara
efna. En samt verðum við að gera
ailt, sem í 'okkar valdi stendur, til
þess að sjá svo um, að slíkt komi
sem allra sjaldnast fyrir. (í þessu
sambandi mættum við þó hafa það
í huga, að hin villtu dýr náttúr-
unnar hafa orðið að þola meiri bú-
sifjar vegna útþenslu horganna,
þurrkunar mýra og engja, iðnvæð-
ingar og annarra svipaðra að-
stæðna, sem alls staðar fylgja vax-
andi velmegun og auknum fólks-
fjölda.
Aldrei er hægt að leggja of mikla
áherzlu á það, að nota verður öll
slík varnarlyf með varúð og sam-
kvæmt þeim notkunarreglum, sem
fylgja hverri tegund. Leitazt hefur
verið við að gera allar þær öryggis-
ráðstafanir, sem hlíta verður við
notkun varnarlyfja i landbúnaðin-
um.
Rannsóknir sem stundaðar eru í
rannsóknarstofnuninni í Tunstall í
Eglandi, tryggja, að ekki komi ný
varnarlyf á markaðinn, fyrr en
sannað hefur verið, að þau séu ör-
ugg i notkun, þ. e. a. s. séu þau not-
uð á réttan hátt. Berist upplýsingar
um það frá áreiðanlegum aðilum,
að einhver varnarlyf hafi skaðleg á-
hrif á villt dýr, eru þær athugaðar
mjög gaumgæfilega til þess að
ganga úr skugga um, hvort ekki
þurfi að breyta notkunarreglunum
á einhvern hátt.
Að lokum skulum við snúa okkur
aftur að upphafi þessarar greinar:
skordýrunum, þ. e. a. s. jjeim skor-
dýrum, sem stuðla að frjóvgun
nytjajurta okkar og alls gróður
Móður Náttúru. Án þeirra fengi sú
veröld, er við þekkjum, alls ekki
staðizt. En á meðal hinna 700.000
mismunandi tegunda skordýra í
veröldinni, eru margar, sem
skemma og eyðileggja, bæði upp-
skeru, híbýli og mannvirki og
onnur verðmæti, og einnig manninn
sjálfan. Því er haldið fram, að helm-
ing allra dánarorsaka megi rekja
til skordýra, og FAO hefur reiknað
út, að árlegt uppskerutjón vegna
skemmdo skordýra sé svo geysilegt,
að fæða sú, sem þannig eyðileggst,
nægði 150 milljónum manna.
Það cr hæfileiki skordýranna til
þess að tímgast, sem gerir þau að
slíkum ógnvekjandi andstæðingum.
Gæfist einni karlflugu og einni
kvenflugu tækifæri til jjess að
tímgast algerlega óáreittum frá
aprílbyrjun til ágústloka, næmi
tala afkomendanna í ágústlok 191.
010.000.000.000.000.000 (16 núll), en
slíkt nægði til þess að liekja jörð-
ina alla með 16 metra þykku lagi
af flugum. Til allrar hamingju kom-
ast aðeins fáar þeirra upp, því að:
„Alls staðar í náttúrunni ríkir harð-
ur agi, sem verður reyndar að vera
dálítið harðneskjulegur til þess að
geta jafnframt verið okkur mönn-
unum hliðhollur“, svo að viðhöfð
séu orð Spencers.