Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 98
90
ÚRVAL
merki um sigurhátíSahöldin á sig-
urdegi Evrópu þ. 8. mai árið 1945.
Allur heimurinn lagði við eyrun
og hlustaði á orð hans:
í gær kvað við skipun um það
á gervöllum vígstöðvunum, að
vopnaviðskiptum skyldi hætt.
Þýzka striðinu er lokið. Illvirkjarn-
ir liggja nú marflatir frammi fyrir
okkur. Við getum leyft okkur að
gleðjast í svipinn, en enn er eftir
að yfirbuga Japan. Áfram, Dritann-
ial Lengi lifi málstaður frelsisins!
Guð verndi konunginnl
Er hann ók til neðri málstofunn-
ar, varð bilstjórinn að aka i gegnum
mannhaf, sem hrópaði af hrifn-
ingu. Þegar hann steig inn í mál-
stofuna, risu allir þingmenn á fæt-
ur, og húrrahrópin kváðu við vold-
ug og sterk.
Churchill var innilega hrærð-
ur. Hann las upp hina formlegu
yfirlýsingu. Síðan tók hann af sér
Á sigurdaginn 8. maí 1945.
gleraugun og lagði ræðublöðin til
hliðar og þakkaði auðmjúklega
þingmönnum öllum, sem höfðu
stutt hann og ráðherra hans i hinni
löngu baráttu. Ræðan var ekki
löng, en rödd hans titraði, er hann
mælti þessar setningar. Hann þagn-
aði sem snöggvast til þess að ná
valdi á tilfinningum sínum. Siðan
hóf hann máls á nýjan leik og bar
fram tillögu með nákvæmlega sömu
orðunum og notuð höfðu verið í
lok stríðsins við þýzka keisarann
fyrir 27 árum: “....að málstofa
þessi færi nú Gu&i almáttugum
auðmjúkar og innilegar þakkir fyrir
að hlifa okkur við yfirráðum Þjóð-
verja.“
Lundúnabúar gáfu sig gleðinni á
vald þetta maikvöld. Tvisvar sinn-
um birtist Churcliill frammi fyrir
hinu geysilega mannhafi, er safn-
azt hafði saman. „Guð blessi ykkur
öll,“ sagði hann. „Þetta er ykkar
sigur. í allri okkar sögu höfum við
aldrei litið dýrlegri dag!“
— Lewis Broad.
ORÐA STÍGVÉLASPARKSINS
Ellefu vikum síðar varð Church-
ill að láta af störfum sem forsætis-
ráðherra.
Verkamannaflolckurinn hafði
þvingað fram kosningar, og ein af
ástæðunum fyrir ósigri Churchills
kann að hafa verið sú, að hann var
svo innilega dáður. í augum margra
var liann nú þegar hafinn hátt upp
yfir allt stjórnmálaþras. Hann var
tákn og uppspretta innblásturs.
Hann var nokkurskonar stofnun,
sem þoldi samanburð við kon-
ungsfjölskylduna og krúnuna. En