Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 49
NATHANIEL HAWTHORNE OG SOPHIA ...
47
væri hún mótfallin hjónabandi
hans og Soffíu. Nathaníel hafði
aldrei á ævi sinni rætt persónuleg
vandamál sín við móður sína og
hafði þvi enga aðstöðu til þess að
vita, að þetta var hreinn tilbúning-
ur systur hans.
Soffíu fannst þessi röksemda-
færsla ósköp eðlileg. Þegar hún
stóð þannig andspænis ákvörðun,
þar sem um hennar eigin hamingju
var að tefla, lagði hún úrslitin al-
gerlega á guðs vald.
„Sé það áform guðs að við gift-
umst, mun hann sjá um, að ég verði
heil heilsu. Ef mér batnar ekki,
er það merki þess, að það sé okkur
ekki fyrir beztu.“
Natlianíel var aldrei í neinum
vafa um, að ást þeirra mundi valda
því kraftaverki. „Ó, hjartans ástin
min,“ skrifaði hann henni frá skrif-
stofu sinni á kolabryggjunni í Bost-
on, „við skulum gera ást okkar svo
sterka, að þú verðir svo hjartaglöð,
að þú getir með engu móti verið
líkamlega vanheil. Taktu hlutdeild
í heilsu minni og kröftum, elskan
mín. Er allt, sem ég á, ekki alveg
jafnt þin eign og mín?“
Hægt og hægt, svo að þess varð
naumast vart náði Soffia fullri
heilsu á þeim þremur árum, sem
leynileg trúlofun þeirra stóð. Þegar
bati hennar var augljós orðinn,
fór hún í heimsókn til systra Nath-
aníels, og með óendanlegri hátt-
vísi og góðvild opnaði hún þeim
leið til þess að skipta um skoðun.
Lauk þeirn viðræðum svo, að þær
tóku sameiginlega þátt i að gleðj-
ast yfir vali bróður síns. Þegar
Nathaniel sagði móður sinni frá
fyrirætlunum sínum, mælti hún ró-
lega: „Þetta hef ég vitað árum sam-
an. Og Soffía Peabody er sú eigin-
kona, sem ég helzt hefði kosið þér
til handa, öllum öðrum fremur.“
Fimm árum eftir að þau hittust
fyrst, voru þau gift. Nathaniel flutti
brúði sina i húsið, sem hann hafði
tekið á leigu í Concord, hið sögu-
lega „Old Manse“ (gamla prest-
setur), sem stóð spölkorn frá veg-
inum yfir hið bugðótta Goncord-
fljót.
Á þessum fyrstu hamingjuriku
árum „virtist allt, sem nauðsyn-
legt er til að lifa og gleðjast, koma
af sjálfu sér eins og dögg af himni.“
Nathaniel þurfti ekki að eyða meiru
en fjórum til fimm klukkustundum
á dag til ritstarfa sinna. Við og
við komu gestir — Emerson, Al-
cott, Channing, Thoreau; en Nath-
aniel og Soffía endurguldu aldrei
heimsóknir þeirra. Þau máttu aldrei
eyða tíma frá sínum hamingjuríku
samverustundum.
A vetrum fóru þau í skautaferðir
á ánni eða gönguferðir um skógana.
í hlýju veðri fiskuðu þau eða syntu
i ónni og könnuðu órbabakkana
á bát. Landið og skógarnir um-
hverfis gamla húsið urðu vitni að
ást þeirra, og uppáhalds göngu-
ferð þeirra var til „Sleepy Hollow“
(Svefndældarinnar), þar sem Nath-
aniel sagði Soffíu, að hann ætlaði
einhvern tíma að reisa „pleasure
dome“ (gleðihvelfingu) í grösugri
brekkunni.
„Seinni hluía sunnudagsins," rit-
aði Soffía einn vordag, fyrsta dag-
inn þeirra i „Old Manse,“ „ærsluð-
ust fuglarnir svo elskulega og þeytt-