Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 102
100
ÚRVAL
sem þeir sijna slíkt virðingarleysi
sem vanmáturinn, einkum hernað-
arlegur vanmáttur.
Ef við höldum okkur fast við
sáttmála Sameinuðu Þjóðanna. . . .
ef allur siffferðislegur og efnalegur
styrkur Bretlands og trúarmáttur
þess tengist ykkar eigin styrk og
mætti. . . . munu þjóffvegir fram-
tíðarinnar verð'a hindrunarlausir,
ekki aðeins á okkar dögum, heldur
alla næstu öld.
— Winston C'hurchill.
Churchill var svo langt á undan
hinu ríkjandi almenningsáliti, að
hann olli undrun og v'anþóknun
beggja vegna Atlantshafsins. Hann
var ásakaður um „óvarkárni“ og
„ábyrgðarleysi". Þingmenn demo-
krataflokksins lýstu því yfir, að
þeir álitu ræðuna „hneykslanlega“.
I Bretlandi var forsætisráðherrann
beðinn um að staðfesta, að stjórnin
„hcfði algera vanþóknun á kjarna
og blæ þessarr ræðu.“ En þegar
komið var fram á mitt sumar, var
það orðið auðsætt, að ekki var leng-
ur um að ræða samvinnu milli
austurs og vesturs. Fultonræðan var
orðin stefna ríkisstjörna bæði
Bretlands og Bandaríkjanna. Á
eftir Fultonræðunni kom síðan
Marshallaðstoðin og stofnun Atl-
antshafsbandalagsins.
— Lewis Broad.
SAGNFRÆÐIBIT UPP Á IIÁLFA
AÐRA MILLJÓN ORfíA.
Einkalif Churchills einkenndist
nú af svo fjölþættu starfi og alls
kyns framkvæmdum, að slíkt iiefði
gert venjulegan mann alveg ör-
magna, enda þótt hann hefði verið
helmingi yngri og hefði haft tvö-
faldan frítima hans til umráða.
Hann festi kaup á 500 ekrum ná-
lægt sveitasetri sínu í Chartwell,
svo að hann gæti iiafið sveitabú-
skap, og um leið tók hann að kaupa
veðhlaupahesta. Og árangurinn var
alveg furðulegur, er haft er í huga,
hversu seint hann lióf hestarækt.
„Colonist II“, þrevetur foli í hans
eign, vann á sjálfum Ascotveðreið-
unum. Bar hann hina gömlu keppn-
isliti Randolphs Churchills lávarð-
ar, súkkulaðibrúnan og bleikan.
Áður en hestur þessi var seldur,
hafði hann unnið samtals 13.000
sterlingspund í verðlaun.
— Alan Moorehead.
Eitt sinn er „Colonist“ kom
fjórði að marki, liafði Churchill
nægar afsakanir á reiðum höndum.
Hann sagði, að hann hefði talað
alvarlega við klárinn rétt fyrir veð-
reiðarnar. „Ég sagði við hann:
Þetta eru mjög þýðingarmiklar
veðreiðar, og ef þú vinnur, þarftu
aldrei að keppa al'tur. Þá geturðu
eytt því scm þú átt eftir ólifað í
félagsskap aðlaðandi mera.“ Síðan
bætti Churchill við: „Sko, „Colon-
ist 11“ gat alls ekki haft hugann
við hlaupið.“
— Geoffrey Gilbey.
Hundruð óskírðra og' óáritaðra
málverka hrúguðust upp á veggj-
um í bakherbergjum Chartwell-
óðals. Churchill tók fyrst þátt í
sýningu Konunglegu Akademíunn-
ar með tveim myndum, sem hann
sendi til hennar undir nafni lir.