Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 94
92
ÚRVAL
þína!“ Eftir þetta slakaSi á þensl-
unni, sem rikt hafði, og nú fór
gagnkvæmur vingjarnleiki í skipt-
um manna vaxandi.
— Lewis Broad.
Þegar sprengjuflugvélin hóf sig
til flugs frá flugvellinum við
Moskvu með Churchill innbyrðis,
gátu samferðamenn hans séð, er
þeir virtu hann gaumgæfilega fyrir
sér, að hann var ánægðari og sælli-
en hann hafði verið, er hann kom
þangað. Þeir menn, sem höfðu náið
samstarf við Churchill, álíta, að
það hafi verið viturlegasta ákvörð-
unin, sem hann tók á öllum sinum
starfsferli, þegar hann neitaði að
láta gera innrás í Norður-Evrópu
strax, en kaus heldur, að Banda-
menn sneru sér að Miðjarðarliafinu.
— John Davenport og
Charles J. V. Murphy.
Þ. 23. október réðst Montgomery
gegn Rommel. Við E1 Alamein voru
skriðdrekasveitir Þjóðverja ger-
sigraðar og samgönguleiðir þeirra
rofnar og birgðastöðvar sprengdar
í loft upp. Þ. 8. nóvember hófst
svo sú mesta og viðtækasta flota-
árás, sem enn hafði nokkru sinni
verið gerð, og bar áætlun þessi
nafnið „Blys“. Risavaxinn floti
bandariskra og brezkra flutninga-
skipa, sem safnazt hafði saman á
Atlantshafi með hinni rnest leynd,
réðst skyndilega á strendur Alsír
og Marokko.
- Með þessari innrás urðu það
Bandamenn, sem höfðu frumkvæðið
í stað Öxulveldanna. Sóknin í
Norður-Afríku var í fullum gangi.
Þegar mánuður var liðinn frá orr-
ustunni við EI Alamein, hafði 8.
brezka hernum tekizt að reka
Rommel út úr Egyptalandi og þvert
yfir Cyrenaica.
„Þetta er ekki endirinn,“ sagði
Churchill ögrandi rómi „Þetta er
jafnvel ekki byrjunin á endinum.
En kannske er þetta endirinn á
byrjuninni!“
— Malcolm Thomson.
SÓKN TIL SIGURS
Churchill var geysilega ástsæll í
Englandi á þessum árum. Almenn-
ingur þekkti allá einkennisbúninga
ana hans og hattana, loftvarnabún-
ingana, þverslaufuna, skóna með
rennilásnum, göngustafinn og úr-
festina. Aldrei virtist fólk verða
þreytt á sigurmerkinu, V-merkinu,
sem hann gerði með fingrunum,
né vindlinum, og er hann hóf máls
í útvarpinu, þá þagnaði allt samtal
á kránum og öðrum opinberum
stöðum, strax og þessi önuglega
rödd hóf máls. Það var sem lienni
fylgdi einhver öryggiskennd.
„í huga hans fæðast að minnsta
kosti hundrað hugmyndir á dag,“
sagði Roosevelt, „og af þeim eru
fjórar góðar.“ Engar hinna góðu
hugmynda hans tóku þó fram hug-
myndinni um skriðdrekann, sem
hann kom í framkvæmd árið 1915,
en samt má þakka honum það, að
„Pluto“-leiðslan á botni Ermar-
sund, var lögð, en gegnum hana
streymdi bensín til Frakklands.
Sama er að segja um „Fido“, útbún-
að til þess að eyða þoku á flug-
völlum og öðrum lendingarstöðv-