Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 33
DULINN LÆKNINGAMÁTTUR HUGANS SJÁLFS
31
miklu algengari en við gerum okk-
ur flest grein fyrir. HvaS framkall-
ar hann? Hugurinn sjálfur.
Fyrir um áratug álitu flestir sál-
læknar, að sjúkur hugur hefði litla
möguleika á að lækna sig' sjálfur.
Þeir einblindu enn á takmarkanir
mannlegs liuga, veikleika hans. En
nú hefur viðhorf þeirra breytzt.
Margir sálfræðingar leggja nú á-
herzlu á það, að mannlegur hugur
hefur yfir að ráða heilu vopna-
safni til lækningar eigin sjúkdóma,
líkt og mannlegur líkami hefur.
Samkvæmt þessari nýju skoðun er
því haldið fram, að milljónir
manna, sem hafa við sálræn vanda-
mál að gtíma, búi yfir eig'in vara-
sjóðum lækningamáttar, sem beita
megi til sjálfslækningar, án þess þó
að neita'ð sé gildi sálgreiningar og
sállækninga þeirra, sem eru mjög
alvarlega sjúkir.
JAFNVÆGI KEMST Á AÐ NÝJU
„Lækningatæki“ sjálfs hugans eru
furðulega hliðstæð „lækningatækj-
um“ líkamans sjálfs. Taka má sem
dæmi „homeostasis“, eitt af grund-
vallarlögmálum líkamans, sem mið-
ar að þvi að viðhalda alltaf jafn-
vægi milli líffærakerfa hans: Þegar
okkur verður t. d. of heitt, svitnum
við til þess að halda hitastigi lík-
amans stöðugu. Á tilsvarandi hátt
reynir liugurinn að koma aftur
á tilfinningalegu jafnvægi, þegar
hann er í uppnámi. Fólk, sem kvelst
af þeirri kennd, að það sé óverðugt
og mjög ófullkomið, eða er haldið
sektarkennd, snýr sér oft ósjálfrátt
að þeim viðfangsefnum og störf-
um, sem vinna gegn þesum kennd-
um„ en slík brögð hugans eru köll-
uð „uppbót“. Gott dæmi um þetta
er Glenn Cunningham. Hann
brenndist illilega á barnsaldri, og
var honum sagt, að hann myndi
aldrei stíga í fæturna framar. Það
fór nú samt svo, að hann komst
ekki aðfeins á fætur, heldur varð
hann einn af mestu spretthlaupur-
um heims.
Einnig er um að ræða hliðstæðu
milli hæfileika líkamans til þess
að einangra „aðskotadýr" og hluti
í einskonar blöðru og innri „rök-
semdafærslu“, sem miðar að því
að ná hugarjafnvægi að nýju. Þeg-
ar við rökræðum á þann hátt við
sjálf okkur og teljum sjálf okkur
á að hugsa þægilegar hugsanir og
óþægilegar staðreyndir, erum við
að mynda nokkurs konar varnar-
blöðru utan um hina óþægilegu
staðreynd, sem þjakar okkur. Yin
ur minn einn tapaði t. d. fé, er hann
lag'ði fé i mjög vafasamt fyrirtæki,
en nú segir hann glaðlega um þessa
reynslu sína: „Það var dýr lexía
.... en hún var þess virði, sem ég
varð að borga fyrir hana.“
Áður fyrr álitu margir sállæknar
innri „röksemdafærslur“, alls kyns
„uppbætur“ og aðrar andlegar varn-
ir mannsins óæskilegar, þ. e. að
þær stuðluðu ekki að andlegri heil-
brigði. En nú halda sumir þeirra
því fram, að séu slik viðbrögð hug-
ans allt of sterk, geti þau orðið
til ills, líkt og þegar likamshitinn
verður of hár, en samt sé það miklu
oftar, að slíkar andlegar varnir
mannsins miði að þvi að koma á
hugarjafnvægi að nýju. í bókinni
„American Handbook of Psychi-