Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 35
DULINN LÆKNINGAMÁ TTUR IIUGANS SJÁLFS
33
nokkru sinni hefur hrjáð ma-nnkyn-
jð.“ Sálkreppur eru í vissum skiln-
ingi barnaleg fyrirbrigði, og sumir
eru svo heppnir að finna svo alvar-
lega hvatningu, að þeir geta hægt frá
sér svo barnalegum fyrirbrigðum,
þar eð hvatningin krefst af þeim
þroska hins fullþroska manns. Fyrir
mörgum árum var ungur lögfræð-
ingur haldinn slíku þunglyndi, að
vinum hans fannst öruggast að láta
hvorki hnifa né önnur skurðtæki
vera á vegi hans. Hann skrifaði um
eigið sálarástand: „Ég er nú aum-
astur allra lifandi manna. Ég get
ekkert um það sagt, hvort mér batn-
ar nokkurn tíma. Mig grunar óskap-
lega sterkt, oð svo verði ekki.“
Hann hafði rangt fyrir sér. Hvatn-
ingin, sem lífið veitti honum, fjöl-
margar áskoranir þess, færðu hon-
um þá heilbrigði og þann styrk,
sem bjargaði honum og þjóð hans
frá upplausn. Nafn hans var Abra-
ham Lincoln.
GLEYMSKA OG ENDURAÐLÖGUN
Eitt af þýðingarmestu „lækninga-
tækjum“ mannlegs liugar er til-
hneiging mannanna til þess að
gleyma hinu óþægilega. Sálfræðing-
ar hafa við sumar tilraunir sínar
fengið þeim, sem rannsaka skal,
ýmsar þrautir og viðfangsefni, sem
leysa skal, og hafa þeir útbúið þær
þannig, að ekki er hægt að leysa
þær allar. Þegar þeir, sem reynt
Iiöfðu við þrautirnar og viðfangs-
efnin, voru svo eftir á heðnir um að
reyna að nnina, hvaða þrautir og
viðfangsefni þeim hafði tekizt að
Ijúka við og hverjar ekki, þá kom
það fram, að þeim, sem höfðu frem-
urtakmarkað sjálfsálit, hætti til þess
að muna aðeins þær þrautir og þau
viðfangsefni, sem þeim Iiafði tekizt
að leysa. Þetta bendir til réttmæti
þessara orða: „Minningarnar
skreyta og fegra líf manna, en
gleymskan gerir það þolan!egt.“
Enn áleitnari en gleymskan er
seinvirk hugarstarfsemi, sem kalla
mætti „enduraðlögun“. Hún er fólg-
in í þjálfun nýrra viðbragða innra
með okkur stig af stigi. Þannig er
því t. d. farið, þegar við syrgjum
einhvern látinn. Er við hugsum
æ ofan í æ með hlýju til þess, sem
var, þá erum við jafnframt að laga
okkur eftir hinum nýju aðstæðum.
Því fer smám saman þannig fyrir
þeim, sem er andlega heilbrigður,
að honum tekst að lita til baka með
hlýju kærleiksbrosi í stað tára.
SÁLFRÆÐILEG MÓTEFNI
Líkt og ígerð, sem læknazt hefur
skilur eftir sig mótefni, þá getur
mótlæti, jafnvel andlegt áfall, orðið
okkur að sumu leyti til góðs, þegar
jafnvægi hefur náðst, þannig að
við búum þá yfir auknum þroska.
Atvik, sem verður okkur áfall,
getur orðið upphaf aukins þroska
og styrks persónuleikans í heild.
Marg'ar landeyður hafa ekki vaxið
upp og náð þroska sem menn, fyrr
en foreldrar þeirra dóu. Þjónusta
í þágu lands og þjóðar héfur breytt
mörgum ungum manninúm, sem átt
hefur í erfiðleikum tilfinningalegs
eðlis. Um þetta slcrifar dr. Ian
Stevensson svo í „American Jour-
nal of Psychiatry (Ameríska sál-