Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 28
I
26
benti henni á að hundarnir dræpu
þær áreiðanlega, þagnaði hún.
Kennedy hafði orðið að eyða löng-
um tíma í að hreinsa hílinn með
sterku hreinsiefni, en hann gerði
sér samt grein fyrir því, hversu
mikils virði þessir nýju félagar
voru mér, og því hjálpaði hann mér
að Smíða stiu handa þeim.
Það var nokkrum erfiðleikum
bundið að ná þeim úr baðkerinu,
án þess að þau ilmbæru allt húsið,
en ég leysti þetta vandamál með því
að kasta skyndilega yfir þau kassa,
renna síðan spjaldi undir opið og
hvolfa honum síðan. Ég gætti þess
samt vel, að þau hefðu ekkert freist-
andi skotmark á leiðinni út að stí-
unni. Svo settist ég niður við sti-
una og horfði glaður á þessi fyrstu
villtu dýr mín labba fram og aftur
um nýju ibúðina sína.
Þefdýr eru mjög falleg dýr í raun
og veru. Feldurinn þeirra er þykk-
ur og dúnmjúkur. Loðfeldasalarnir
kalla hann „Alaskafala" í auglýs-
ingum sinum. Þefdýrin eru að vísu
of lágfætt til þess að geta talizt tígu-
leg, en þau spigspora um með tign-
arlegum, ákveðnum svip og líkjast
þá mjög Sir Winston Churchill,
þegar hann er ekki með vindilinn
sinn.
Eftir að hafa étið úr lófa mér í
nokkra daga, urðu þau mjög gæf.
Þetta voru karl og kerling. Karlinn
var alltaf töluvert vingjarnlegri.
Hann kom alltaf hlaupandi út úr
húsinu þeirra í stiunni, þegar hann
heyrði mig koma, hljóp að girð-
ingunni, reis þar upp á afturlapp-
irnar, lagði framlappirnar á vír-
netið og gaf frá sér hljóð, sem
ÚRVAL
merkti það, að hann vildi, að ég
sleppti honum út.
Brátt gerði lcarlinn sér grein fyrir
því, að fólk var hrætt við hann.
Hann æddi því alltaf í áttina til
ókunnugra, cr hann kom auga á þá,
stóð á framfótunum með afturfæt-
urna beint upp í loftið og skottið
sveigt fram yfir höfuðið, reiðubú-
inn að miða beint í mark (sem hann
átti auðvelt með, þótt hann væri
í slíkri stellingu). Hlypi gesturinn,
en slíkt gerðu reyndar flestir, elti
hann gestinn eins langt og hinar
stuttu lappir gátu borið hann. En
stæði gesturinn á hinn bóginn kyrr,
hætti hann stríðsdansi sínum og
labbaði alveg upp að honum til þess
að vingast við hann. Hann spýtti
reyndar aldrei á gestina, en það
var erfitt að sannfæra þá um, að
þetta væri bara leikur hjá honum.
Ég skírði hann Nikka eftir trúð,
sem var frægur fyrir að ganga á
höndunum.
Þefdýr eru yfirleitt ekki talin
gáfuð, en Nikki var nú alveg sér-
stakur i sinni röð. Hann skynjaði
það fljótt, hverjar af vinnukanun-
um voru hræddar við hann og
hverjar ekki. Einni vinnukonunni
var meinilla við hann og rak hann
alltaf burt með kúst, eins og hann
væri köttur. Hún var alls óhrædd
við hann, og Nikki spýtti aldrei á
hana. En stofustúlkan var dauð-
hrædd við hann, og Nikki gerði
henni fyrirsát á bak við öskutunn-
urnar, þaut i veg fyrir hana og stóð
á framfótunum og rniðaði beint á
hana.
Dag nokkurn í apríl bjó kerlingin
hans Nikka sér til fallegt hiði úr