Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 9

Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 9
LAND SEKKJAPÍPANNA 7 lands og kom til Edinborgar klædd- ur skozku pilsi. Þetta varð Skot- um slík hvatning, að þeir tóku nú sem óðast að klæðast hinum skozku pilsum. Sérhver Skoti, sem ber nafn ein- hverrar af Hálandaættunum, hefur réttindi til þess að bera hinn sér- staka köflótta dúk ættarinnar. Hin köflóttu, skozku efni keppa nú við whiskyið um fyrsta sæti sem aðal- útflutningsvara landsins. Amerísk- ar menntaskólastúlkur virðast hrifnastar af ættardúkum þeim, sem ganga undir nafninu „Black Watch“ eða „Royal Stewart". Þeg- ar skozkur ættardúkur er ofinn, eru 8 grunnlitir í lionum, og gera þeir mögulega geysimikla tilbreytni í vefnaðinum. Sérhvert mynztur, sérhver kafli, er kallað „sett“, og síðan eru þessi „sett“ endurtekin í vefnum aftur og aftur, og úr verð- ur skozkur ættardúkur, „tcrrtcin“. ,,Tartan“ gengur stundum undir nafninu „plaid“, og er það rang- nefni, því að „plaid“ er í rauninni aðeins dúkræma úr „tartan“-efni, sem borin er á annarri öxlinni og' notuð sem einskonar herðakápa. í Skotlandi er talað um whisk- yið sem „hið innlenda vín“.iÞetta er ensk þýðing á gaeliska orðinu, „Uisquebaagh", sem þýðir vatn, lifsvatn eða Htið vatn, og geta menn hallað sér að þeirri þýðingu orðs- ins, sem fellur þeim bezt í geð. Þótt whisky sé framleitt um gervallt Skotland, ræður þó eitt bruggfyrir- tæki yfir mestallri framleiðslunni. Það blandar hinar ýmsu tegundir, setur vökvana á flöskur og festir merki hinna ýmsu „uppskrifta“ á flöskurnar. Golfleikurinn er önnur skozk út- flutningsvara, og er nafn þessa leiks borið fram sem ,,gowf“. Einn golf- völlur Skotlands hefur 19 holur. Hann var gerður vegna þess, að iðk- endur íþróttarinnar gátu aldrei hætt leiknum fyrr en þeir höfðu leikið „aðeins eina holu í viðbót“. Allt, sem er háskozkt í eðli sínu, birtist einna greinilegast á Háskóla- mótunum. Það eru hátíðir, sem einkennast af tónlist, íþróttum, lita- dýrð og ýmsum erfðavenjum, svo sem dönsum, sekkjapípublæstri, ýmsum frjálsum íþróttum og drykkju hins „innlenda víns“. Allt virðist gerast samtímis á slíkum mótum. Á grænum grasvelli, sem er umkringdur tjöldum og fánum, eru saman lcomnar ótal sekkjapipu- hljómsveitir. Hlauparar hlaupa, stangarstökkvarar stökkva, einstaka sekkjapipusnillingar dansa blásandi í kringum dansflokkana, og i miðri hringiðunni kasta risavaxnir, pils- klæddir menn til björgum, kasta á milli sín trjábolum, sem eru á stærð við símastaura og þeir kalla „cab- ers“, og varpa 50 punda járnstykkj- um hátt í loft upp. Iíeppendurnir eru flestir fífldjarfir sveitastrákar. Þeir fara frá einu mótinu á annað og reyna þar krafta sína. Loka- keppnin er svo haldin í Braemar i viðurvist konungsfjölskyldunnar í septembermánuði ár hvert. Og í brekku einni rétt utan við Braemar skynjaði ég eitt sinn hinn sanna anda Skotlands. Það hvíldi mistur yfir sýningarsvæðinu, en þó virtist mistrið ekki ætla að breyt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.